Jason Dufner með Wanamaker bikarinn eftir sigurinn á PGA Championship
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 11:00

Dufner 4. risamótsmeistari 2013

Bandaríski kylfingurinn Jason Dufner sigraði í gær á PGA Championship mótinu, 4. og síðasta risamóti ársins hjá karlkylfingunum.

Þetta er 1. risamótstitill Dufners.

Lokaskor Dufner var 10 undir pari, 270 högg (68 63 71 68).

Dufner átti 2 högg á Jim Furyk, en þeir voru búnir að skiptast á um að vera í forystu í mótinu. Furyk lék á 8 undir pari, 272 höggum (65 68 68 71), en sjá má að leikur Furyk fór versnandi eftir því sem leið á mótið.

Segja má að sigur Dufners sé verðskuldaður en hann jafnaði m.a. lægsta skor í risamóti, sem aðeins 24 kylfingum hefir tekist að ná: skorinu 63 höggum og það á 40 ára tímabili, þ.e. frá árinu 1973, þegar farið var að vanda til allrar tölfræði í risamótum.

Í 3. sæti varð Svíinn Henrik Stenson, sem er að koma sterkur inn í ár, eftir þó nokkra lægð og í 4. sæti varð landi hans Jonas Blixt.

Scott Piercy og Adam Scott deildu 5. sætinu og í 7. sæti varð David Toms. Fjórir deildu síðan 8. -11. sætinu: Rory McIlroy Jason Day, Zach Johnson og Dustin Johnson, allir á samtals 3 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: