
Dufner 4. risamótsmeistari 2013
Bandaríski kylfingurinn Jason Dufner sigraði í gær á PGA Championship mótinu, 4. og síðasta risamóti ársins hjá karlkylfingunum.
Þetta er 1. risamótstitill Dufners.
Lokaskor Dufner var 10 undir pari, 270 högg (68 63 71 68).
Dufner átti 2 högg á Jim Furyk, en þeir voru búnir að skiptast á um að vera í forystu í mótinu. Furyk lék á 8 undir pari, 272 höggum (65 68 68 71), en sjá má að leikur Furyk fór versnandi eftir því sem leið á mótið.
Segja má að sigur Dufners sé verðskuldaður en hann jafnaði m.a. lægsta skor í risamóti, sem aðeins 24 kylfingum hefir tekist að ná: skorinu 63 höggum og það á 40 ára tímabili, þ.e. frá árinu 1973, þegar farið var að vanda til allrar tölfræði í risamótum.
Í 3. sæti varð Svíinn Henrik Stenson, sem er að koma sterkur inn í ár, eftir þó nokkra lægð og í 4. sæti varð landi hans Jonas Blixt.
Scott Piercy og Adam Scott deildu 5. sætinu og í 7. sæti varð David Toms. Fjórir deildu síðan 8. -11. sætinu: Rory McIlroy Jason Day, Zach Johnson og Dustin Johnson, allir á samtals 3 undir pari, hver.
Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
- mars. 31. 2023 | 16:30 Gary Player þarf að „grátbiðja“ til að fá að spila á Augusta National
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 23. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Sigurbergsdóttir – 23. mars 2023
- mars. 22. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy og Davíð Arthur Friðriksson – 22. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore