Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 21:45

LET: Lindner sigraði í Tékklandi

Ann-Kathrin Lindner frá Þýskalandi vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna á HONMA Pilsen Golf Masters í Plzn í Tékklandi.

Lesa má kynningu Golf 1 á Ann-Kathrin Lindner með því að SMELLA HÉR: 

Lindner lék á samtals 12 undir pari, 201 höggi (66 67 68) og voru allir hringir hennar undir 70, sem er glæsilegt.

Sigurinn var naumur því aðeins 1 höggi á eftir voru franska fegurðardrottningin Alexandra Vilatte og mánadísin ítalska Diana Luna, báðar á 11 undir pari, 202 höggum; Vilatte (70 69 63) og Luna (66 69 67).

Lesa má kynningu Golf 1 á Alexöndru Vilatte með því að SMELLA HÉR

Til þess að sjá lokastöðuna á HONMA Pilsen Golf Masters SMELLIÐ HÉR: