Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2013 | 12:00

Dufner auglýsing – myndskeið

Þeir sem að fylgjast mikið með golfi og eru e.t.v. fastagestir á heimasíðu PGA Tour getur varla hafa yfirsést auglýsingarnar sem PGA Tour er með á helstu stórstjörnum sínum.

Þær ganga undir heitinu „These guys are good“ eða „Þessir gæjar eru góðir!“

Hingað til hafa bara verið auglýsingar með köppum á borð við Bubba Watson eða Luke Donald.

Ekkert hefir verið gert mikið með Jason Dufner, sem þó hefir reglulega verið meðal efstu manna í stórmótum og meðal efstu kylfinga á heimslistanum.   Hann hefir e.t.v. þótt heldur litlaus ….

Þar til nú ….. núna er Dufnerinn stjarna eftir sigurinn á 4. risamóti ársins 2013, PGA Championship og ekki bara þekktur að endemum eins og fyrir „Dufnering.“

Það hefir sýnt sig að öll vinna hans og það að þessi hlédrægi kylfingur hefir látið „golfið tala“ hefir margborgað sig fyrir hann.

Hvað sem kann að skorta á töffheitin þá hefir Dufner ávallt verið talinn  einn af „góðu gæjunum“ á PGA Tour sbr. nýlegan „góðu gæjalista Golf Digest“ sem birtur var á Golf 1 SjÁ HÉR:    en nú er hann líka álitinn góður stórkylfingur sbr. að nú er búið að búa til auglýsingu um hann eins og hina „stóru strákana“ og má sjá afraksturinn með því að SMELLA HÉR: 

Hér sést bara, hvað sem öðru líður, að góðu gæjarnir eru langbestir!!!