Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 18:00

Íslandsbankamótaröðin (6): Birta Dís Íslandsmeistari í höggleik í telpuflokki

Birta Dís Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík er Íslandsmeistari í flokki telpna 15-16 ára eftir að hafa lent í umspili við Ragnhildi Kristinsdóttur úr Golklúbbi Reykjavíkur.

Birta Dís og Ragnhildur spiluðu báðar á 26 yfir pari, 242 höggum; Birta Dís (87 79 76) og Ragnhildur (83 78 81) og urðu þær því að fara í þriggja holu umspil. Birta Dís átti flottan lokahring upp á 76 högg – bætti sig með hverjum hringnum í mótinu.

Hún sigraði í umspilinu , en Ragnhildur varð að sætta sig við annað sætið í þetta sinn.

Í þriðja sæti varð Saga Traustadóttir úr Golfklúbbbi Reykjavíkur, aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum á 27 yfir pari og í 4. sæti varð forystukona 1. dags Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR á 36 yfir pari.

Hér má sjá heildarúrslitin í telpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik: 

1 Birta Dís Jónsdóttir GHD 9 F 38 38 76 4 87 79 76 242 26
2 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 5 F 42 39 81 9 83 78 81 242 26
3 Saga Traustadóttir GR 9 F 40 39 79 7 85 79 79 243 27
4 Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 13 F 44 41 85 13 82 85 85 252 36
5 Thelma Sveinsdóttir GK 15 F 45 40 85 13 87 85 85 257 41
6 Eva Karen Björnsdóttir GR 13 F 47 38 85 13 98 82 85 265 49
7 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 12 F 44 42 86 14 89 90 86 265 49
8 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 15 F 42 45 87 15 90 88 87 265 49
9 Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 13 F 43 45 88 16 90 90 88 268 52
10 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 17 F 48 41 89 17 96 88 89 273 57
11 Melkorka Knútsdóttir GK 20 F 49 44 93 21 92 90 93 275 59
12 Harpa Líf Bjarkadóttir GK 21 F 53 44 97 25 89 90 97 276 60
13 Elísabet Ágústsdóttir GKG 19 F 46 46 92 20 95 91 92 278 62
14 Aldís Ósk Unnarsdóttir GSS 17 F 50 41 91 19 94 96 91 281 65
15 Arna Rún Kristjánsdóttir GKJ 17 F 44 47 91 19 97 94 91 282 66
16 Laufey Jóna Jónsdóttir GS 19 F 47 46 93 21 96 95 93 284 68
17 Kristín María Þorsteinsdóttir GKJ 20 F 47 45 92 20 93 101 92 286 70
18 Freydís Eiríksdóttir GKG 19 F 48 47 95 23 99 93 95 287 71
19 Matthildur María Rafnsdóttir NK 19 F 45 49 94 22 102 97 94 293 77
20 Ásthildur Lilja Stefánsdóttir GKG 25 F 51 51 102 30 107 100 102 309 93
21 Sandra Ósk Sigurðardóttir GO 23 F 50 48 98 26 113 100 98 311 95