Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2013 | 23:30

Frægir kylfingar: Angie á afmæli í dag!

Angela Kay „Angie“ Everhart, fæddist í dag fyrir 44 árum.  Margir kannast við þetta fallega rauðhærða, bandaríska módel, sem auk þess er leikkona.

Angie Everhart

Angie Everhart

Angie hefir m.a. setið  fyrir í mörgum tölublöðum Sports Illustrated bikíníblaðinu og varð síðan þekkt á því að sitja nakin fyrir í Playboy árið 2000.

Angie er 1,82 m á hæð.

En Angie er miklu meira en leikkona og módel. Hún er kylfingur sem hefir spilað golf frá 5 ára aldri og er með 27 í forgjöf.

Angie Everhart í golfi á góðgerðarmóti Michael Douglas á Paradise Island.

Angie Everhart í golfi á góðgerðarmóti Michael Douglas á Paradise Island.

Angie var gift í 3 mánuði en sótti síðan um skilnað.  Hún átti í stuttu sambandi með hinum sjokkerandi útvarps- og sjónvarpsþáttastjórnanda, Howard Stern og stuttlega trúlofuð Sylvester Stallone árið 1995 og Joe Pesci 2007.

Angie kom fram á fyrsta ári sem The Haney Project var sýnt á Golf Channel.