Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2013 | 19:57

Evróputúrinn: Thomas Björn sigraði í Sviss

Það var Daninn Thomas Björn, sem sigraði á Omega European Masters mótinu í Crans Montana, í Sviss.

Hann og Englendingurinn Craig Lee, sem átti svo glæsilegan hring í gær upp á 61 högg voru jafnir í 1. sætinu eftir 72 holur.

Báðir voru búnir að spila á 20 undir pari, 264 höggum; Björn (66 66 67 65) og Lee (71 65 61 67).

Það þurfti því að koma til bráðabana milli þeirra og vann Thomas Björn þegar á 1. holu bráðabanans (þ.e. 18 holuna) þar sem hann fékk fugl en Lee, þurfti að sætta sig við 2. sætið á pari.

Í 3. sæti varð Frakkinn Victor Dubuisson á samtals 19 undir pari og í 4. sæti varð Spánverjinn Alejandro Cañizares á samtals 18 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: