Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 1. sæti í Wolfpack mótinu!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, ETSU og Íslandsmeistari í holukeppni 2013, lauk keppni á Wolfpack mótinu, sem fram fór á Lonnie Poole golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu í gær. Wolfpack mótið stóð dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Guðmundur Ágúst lék samtals á 11 undir pari, 205 höggum (68 66 71) og munaði aðeins 2 höggum að hann yrði í efsta sæti í einstaklingskeppninni!!!  Glæsilegur árangur þetta hjá Guðmundi Ágúst!!! Guðmundur Ágúst var að sjálfsögðu á besta skori ETSU, sem lauk keppni í 1. sæti í liðakeppninni en þar réð glæsiskor Guðmundar Ágústs úrslitum!!! Næst keppa Guðmundur Ágúst og ETSU á Bank of Tennessee mótinu, en það hefst 11. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik í 12. sæti í Heart of America mótinu

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ tóku þátt í Heart of America Invitational mótinu, sem fram fór á Keth Memorial golfvellinum í Warrensburg, Missouri.  Völlurinn er par-71, 6029 yarda langur. Mótið stóð dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur voru 100 frá 20 háskólum. Ari lék á samtals  6 yfir pari, 219 höggum (74 71 74) og lauk leik í 12. sæti Theodór Emil lék á 22 yfir pari, 235 höggum (77 79 79) og er á 3.-5. besta skori Arkansas Monticello, en varð í 78. sæti í einstaklingskeppninni. Arkansas Monticelo lauk leik í 18. sætinu í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna eá  Heart of America Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk leik í 21. sæti á Lady Pirate

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon luku keppni í gær á Lady Pirate mótinu í Greenville, Norður-Karólínu. Mótið var tveggja daga frá 7.-8. október 2013. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Leiknir voru 2 hringir fyrri daginn og var lokahringurinn leikinn í gær. Sunna lék á samtals 228 höggum (77 74 77).  Hún lauk leik í  21. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deildi með 2 öðrum. Lið Elon varð 10. sætinu í liðakeppninni og var Sunna á 1.-2. besta skori liðs síns. Næsta mót sem Sunna og Elon taka þátt í er Palmetto Intercollegiate mótið, sem hefst á Kiawah Island í Suður-Karólínu, 28. október n.k. Til að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.  Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 21 árs afmæli í dag! Guðmundur Ágúst er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni 2013.  Hann spilar golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Eeast Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er annar af tveimur Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en það var árið 2010. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar eru:  Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965;  Thomas Dickson „Tommy“ Armour III, 8. október 1959 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 12:00

Evrópumótaröðin: Henrik Stenson er kylfingur mánaðarins!

Svíinn Henrik Stenson hefir verið útnefndur kylfingur mánaðarins á Evrópumótaröðinni 2. mánuðinn í röð. Hinn 37 ára Stenson hefir átt ár sem hann mun ekki gleyma í bráð, en hann hefir tvöfaldað áunnið verðlaunafé á ferli sínum á s.l. 12 mánuðum og er þar að auki kominn í 4. sæti heimslistans. Það er einkum sigur Stenson í Tour Championship, sem og það að hafa verið efstur á  FedExCup stigalistanum, sem gerðu það að verkum að hann tvöfaldaði allt sem hann hefir unnið sér inn á ferlinum. Stenson er fyrsti Norðurlandabúinn frá því að landa hans Robert Karlsson tókst það 2008 til þess að vera útnefndur Leikmaður mánaðarins á Evrópumótaröðinni tvo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 11:30

Meira af kvenstripplingnum – Myndskeið

Í gær birtu flestir golffréttamiðlar mynd af hinni 23 ára Kimberley Webster, þar sem hún stipplaðist næstum nakin á Forsetabikarnum, mörgum til skemmtunar öðrum til pirrings. Kimberley segist hafa stripplast fyrir (Steve) Stricker og sér til skemmtunar….. Og uppátæki hennar hefir vakið heimsathygli og nú keppast sjónvarpsstöðvar um að fá hana í viðtöl. Kimberley sagðist hafa velt fyrir sér hvort nú yrði litið á hana sem kynferðisbrotamann en hún hlaut aðeins 100 dollara sekt (u.þ.b. 12.000 íslenskar krónur)  fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Búið er að greiða sektina. Til þess að sjá eitt viðtala (hér NBC4 sjónvarpstöðvarinnar) við kvenstripplinginn Kimberley Webster SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 11:00

Gonzalo finnst að skylda ætti þá sem komast í Seve Trophy að spila

GONZALO FERNANDEZ-CASTAÑO segir að skylda ætti þá sem kæmust í lið í Seve Trophy til þess að spila Leikmannanefnd Evrópumótaraðarinnar hittist á fundi í Portúgal í þessari viku og nr. 55 á heimslistanum vill að málið verði tekið upp á fundinum. Ian Poulter, Rory McIlroy, Luke Donald, Lee Westwood, Graeme McDowell, Justin Rose, Sergio Garcia og Henrik Stenson kusu allir að spila ekki á Seve Trophy í París s.l. helgi og hinn 32 ára Gonzalo Fernandez-Castano vill að þeir hafi ekki þetta val í framtíðinni. „Seve Trophy snýst um liðsanda og holukeppni. það er þess vegna sem ég get ekki enn trúað því að allir bestu kylfingar í liði Meginlandsins voru ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 09:45

Andleg hlið kylfinga í rigningu

Í Forsetabikarnum í ár léku kylfingar við mjög „blautar aðstæður“ þ.e. það rigndi flestalla mótsdagana. Sérstaklega á laugardeginum var úrhelli í Muirfield Village Golf Club þar sem mótið fór fram og það tekur sinn toll af kylfingum bæði líkamlega og andlega. Til þess að vera ferskur líkamlega verða kylfingar að vera í topp formi.  Það krefst rétts mataræðis og líkamsræktar bæði með lóðum og cardio æfingum. Hinu sama gegnir um andlegu hlið golfleiksins, sérstaklega hvað varðar einbeitinguna. Þið verðir að þróa með ykkur einbeitingu til þess að haldast fersk heilan golfhring. En hvernig á að fara að því? Hér eru ráð Dr. Gregg Steinberg, sem er höfundur metsölu sálfræðibókarinnar: Mental Rules Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 17. sæti eftir 1. dag Lady Pirate

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hófu keppni í gær á Lady Pirate mótinu í Greenville, Norður-Karólínu. Mótið er tveggja daga frá 7.-8. október 2013. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum. Leiknir voru 2 hringir fyrri daginn. Sunna lék á samtals 151 höggi (77 74) og var á 1.-3. besta skori í liði sínu.  Hún er í 17. sæti í einstaklingskeppninni en lið Elon deilir 10. sætinu í liðakeppninni, eftir fyrri dag. Það verður spennandi að sjá hvar Sunna endar en Fylgjast má með gengi Sunnu í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari í 9. sæti á Heart of America mótinu

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ taka þátt í Heart of America Invitational mótinu, sem fram fer á Keth Memorial golfvellinum í Warrensburg, Missouri.  Völlurinn er par-71, 6029 yarda langur. Mótið stendur dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur eru 100 frá 20 háskólum. Ari er í topp-10 í mótinu eftir fyrri dag eða m.ö.o. 9. sætinu sem er glæsilegur árangur, en því sæti deilir hann með 3 öðrum.  Hann lék fyrstu tvo hringina á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (74 71). Theodór Emil lék á 14 yfir pari, 156 höggum (77 79) og er á 2.-3. besta skori Arkansas Monticello, en í 77. sæti í einstaklingskeppninni. Arkansas Monticelo sem Lesa meira