Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 1. sæti í Wolfpack mótinu!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, ETSU og Íslandsmeistari í holukeppni 2013, lauk keppni á Wolfpack mótinu, sem fram fór á Lonnie Poole golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu í gær.

Wolfpack mótið stóð dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék samtals á 11 undir pari, 205 höggum (68 66 71) og munaði aðeins 2 höggum að hann yrði í efsta sæti í einstaklingskeppninni!!!  Glæsilegur árangur þetta hjá Guðmundi Ágúst!!!

Guðmundur Ágúst var að sjálfsögðu á besta skori ETSU, sem lauk keppni í 1. sæti í liðakeppninni en þar réð glæsiskor Guðmundar Ágústs úrslitum!!!

Næst keppa Guðmundur Ágúst og ETSU á Bank of Tennessee mótinu, en það hefst 11. október n.k.

Sjá má lokastöðuna á Wolfpack Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: