Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik í 12. sæti í Heart of America mótinu

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ tóku þátt í Heart of America Invitational mótinu, sem fram fór á Keth Memorial golfvellinum í Warrensburg, Missouri.  Völlurinn er par-71, 6029 yarda langur.

Mótið stóð dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur voru 100 frá 20 háskólum.

Ari lék á samtals  6 yfir pari, 219 höggum (74 71 74) og lauk leik í 12. sæti

Theodór Emil lék á 22 yfir pari, 235 höggum (77 79 79) og er á 3.-5. besta skori Arkansas Monticello, en varð í 78. sæti í einstaklingskeppninni.

Arkansas Monticelo lauk leik í 18. sætinu í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna eá  Heart of America Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR: