Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2021 | 08:00

Stenson eða Donald líklegir fyrirliðar í Rydernum 2023

Henrik Stenson og Luke Donald eru taldir líklegastir til að verða fyrirliðar liðs Evrópu í Rydernum 2023.

Nú er ljóst að Lee Westwood muni ekki gegna því hlutverki, eftir að hann lét nýlega frá sér fara yfirlýsingu þess efnis.

Margir telja að Stenson sé líklegri til að hreppa fyrirliðahnossið en Luke Donald.

Stenson tjáði sig um ákvörðun Lee Westwood að hafna fyrirliðahlutverkinu og sagði m.a.:

Eins og fullt af fólki hélt ég að Lee yrði næstur í röðinni. En ég hef heyrt að hann vilji fókusa á eiginn leik sinn og telji að á þessum tíma rekist fyrirliðahlutverkið of mikið á við hans eigin feril.“

Við sjáum til hvað gerist, en ég hef svo sannarlega reynslu af því að vera varafyrirliði (í Whistling Straits á þessu ári) ... Það er enn snemmt að segja til um þetta, en það er gott að veraí umræðunni.

Þetta er samt ekki svo auðvelt. Stenson, 45 ára, hefir gefið út að hann muni keppa í Saudi International 2022, sem er Evróputúrnum þyrnir í augum, en yfirvöld Evróputúrsins fordæmia yfirvöld í Sádí-Arabíu fyrir morðið á bandarísk/sádi-arabíska blaðamanninum Kashoggi.