Suzanne Pettersen frá Noregi er efst í hálfeik Opna breska kvenrisamótsins
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2021 | 08:57

Suzann Pettersen næsti fyrirliði Solheim Cup

Tilkynnt var mánudaginn sl. (29. nóvember 2021) að Suzann Pettersen yrði næsti fyrirliði Solheim Cup, sem fram fer í Finca Cortesín, Andalucíu, á Spáni, 22,-24. september 2023.

Suzann varð fertug á þessu ári, en hún er fædd 7. apríl 1981.

Hún er reynslumikil í Solheim Cup, spilaði í 9 mótum sem leikmaður og var partur af 4 sigurliðum Evrópu.  Árangur hennar í Solheim er frábær (18-12-6), Suzann hefir jafnframt tvívegis verið varafyrirliði í Solheim Cup.

Hún tilkynnti, eftirminnilega, að farsælum ferli hennar væri lokið eftir að sökkva sigurpúttið fyrir lið Evrópu, árið 2019.

Síðast var hún varafyrirliði í Solheim Cup í sigurliði Catrionu Matthew í Inverness Club á þessu ári, en þá sneri hún aftur eftir að hafa fætt 2. barn sitt.

Þetta er mesti heiðurinn á ferli mínum,“ sagði Pettersen eftir að ljóst var að hún yrði næsti fyrirliði lið Evrópu.

Bandaríkjamenn hafa enn ekki tilkynnt hver muni verða fyrirliði bandaríska liðsins í Solheim Cup.