Sharon and Lee Elder
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2021 | 20:25

Lee Elder látinn

Vikuna sem Lee Elder skráði sig í golfsöguna árið 1975 sem fyrsti Afríku-Ameríkaninn til að spila á Masters risamótinu, sagði hann eftirfarandi við fréttamenn, sem vildu fá hann til að commenta á þennan sögulega áfanga:

„Ég vil ekki komast á spjöld golfsögunnar bara fyrir þetta,“ sagði hann. „Ég vil láta minnast mín, ef mín er yfir höfuð minnst fyrir það að ég var góður kylfingur.“

Það var Lee Elder. Hann var góður kylfingur. Hann lék í  448 PGA Tour mótum og sigraði fjórum sinnum. Síðan bætti hann við 8 sigrum á  PGA TOUR Champions. Alls urðu sigrarnir á atvinnumannsferlinum 16. Besti árangur hans í risamóti var T-11 árangur á PGA Championship 1974 og US Open 1979.

Lee Elder var fæddur 14. júlí 1934 og lést sl. sunndag 28. nóvember 2021 í Escondido, Kaliforníu, 87 ára að aldri. Eftirlifandi eiginkona hans er Sharon Elder.

Sharon and Lee Elder

Leið hans á PGA Tour var löng og erfið. Hann átti erfiða æsku og varð að þola kynþáttamismunun.

Ég held að margir hefðu gefist upp,“ sagði Elder á nýliðaári sínu á PGA Tour 1968, þegar hann var 34 ára. „Ég held að þeir hefðu ekki haldið þetta svona lengi út.

Lee Elder 1975

Lee Elder, fæddist eins og segir 14. júlí 1934 í Dallas, Texas, sonur Charles og Almeta Elder, einn af 10 börnum þeirra. Hann var aðeins níu ára þegar faðir hans var myrtur í Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni og móðir hans lést þremur mánuðum síðar. Þegar hann var 12 ára flutti hann úr einu gettói í annað áður en hann var sendur til Los Angeles í Kaliforníu til að búa hjá frænku sinni. Elder skrópaði oft í skóla til að vinna sem kylfuberi og eftir tvö ár í Manual Arts High School hætti hann.

Elder kynntist fyrri eiginkonu sinni, Rose Harper, á golfmóti í Washington, D.C. Þau giftu sig árið 1966 og gaf Rose upp golfferil sinn til að verða umboðsmaður Lee Þau skildu og hann kvæntist Sharon skömmu síðar.

PGA veitti blökkumönnum þátttökurétt á mótaröðinni 1961, sem þýddi  að ekki hvítir leikmenn gátu orðið meðlimir. Árið 1967 hafði Elder safnað saman nægum peningum til að fara í úrtökumót fyrir PGA Tour. Hann endaði í 9. sæti af122 og fékk kortið sitt á PGA Tour og keppnisrétt árið 1968. Það ár varð hann í 40. sæti á peningalistanum og fékk fyrir um það bil $38.000. Hápunktur nýliðatímabilsins hjá Elder var eftirminnilegt tap fyrir Jack Nicklaus í úrslitakeppninni á American Golf Classic. Elder tapaði fyrir Nicklaus á fimmtu holu bráðabana.

Árið 1971 þáði Elder persónulegt boð frá Gary Player um að taka þátt í South African PGA Championship í Jóhannesarborg, Suður-Afríku. Viðburðurinn markaði fyrsta mótið í sögu landsins, þar sem bæði hvítir og svartir kylfingar kepptu saman í  Landið hafði aðskilnaðarstefnu í gildi á þeim tíma, en Elder samþykkti að taka þátt eftir að ríkisstjórn Suður-Afríku samþykkti að láta hann eða áhorfendur ekki sæta venjulegum aðskilnaðarkröfum. Hann lék einnig í fjölda annarra móta í Suður-Afríku auk þess sem hann vann Opna Nígeríu mótið árið 1971.

Árið 1974 vann Elder sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni á Monsanto Open, sem veitti honum þátttökurétt á Masters risamótið í Augusta, Georgíu árið eftir. Þetta var í fyrsta sinn sem Augusta National bauð  Afró-Ameríkana keppnisrétt á Masters allt frá því mótið hófst, fjörutíu og einu ári fyrr, árið 1934, sem fyrir tilviljun var fæðingarár Elder. Hann var fyrsti Afríku-Ameríkaninn vegna þess að klúbbarnir neituðu að bjóða áður hæfum leikmönnum eins og Charlie Sifford tvívegis sigurvegari á túrnum á sjöunda áratugnum. Elder lék á 74 höggum á fyrsta degi og 78 á öðrum degi á Masters 1975 og komst ekki gegnum niðurskurð, en áhrif nærveru hans á vellinum voru augljós.

Árið 1979 varð hann fyrsti Afríku-Ameríkaninn til að öðlast þátttökurétt í Ryder bikarnum. Árið 1984, 50 ára að aldri, gekk Elder til liðs við Senior PGA Tour.

Elder hlaut æðstu viðurkenningu bandaríska golfsambandsins – Bob Hope Lifetime Award – árið 2019.

Golf 1 vottar eftirlifandi eiginkonu Lee Elder, Sharon sem og fjölskyldu og vinum hans innilegustu samúð.  Með honum er genginn góður kylfingur!