Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 16:00

GK: Gísli hlaut framfarabikar drengja!

Í gær fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði. Alls mættu 83 klúbbfélagar og kusu nýja stjórn sem gerð verður grein fyrir hér síðar. Einnig voru veitt ýmis verðlaun fyrir góða frammistöðu unglinga í GK. Gísli Sveinbergsson hlaut framfarabikar drengja!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 15:30

GK: Birgir Björn fékk háttvísibikar GSÍ!

Í gær fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði. Alls mættu 83 klúbbfélagar og kusu nýja stjórn sem gerð verður grein fyrir hér síðar. Einnig voru veitt ýmis verðlaun fyrir góða frammistöðu unglinga í GK. Sá sem hlaut háttvísibikar GSÍ er klúbbmeistari GK 2013, Birgir Björn Magnússon.

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 15:00

Hvað gerir nýliði á PGA Tour sem er fastur í umferð? – Myndskeið

Þið hafið eflaust ekki heyrt um John Peterson.  A.m.k. eru fæstir kylfingar, sem kannast við nafnið í golftengdum skilningi. Peterson varð T-2 á Web.com Tour finals og það varð nóg til þess að hann tryggði sér kortið sitt á PGA mótaröðina fyrir næsta keppnistímabil 2014. Það fölnar nú e.t.v. í samaburði við hugmyndina sem han fékk þegar hann lenti í umferðarsultu (bein þýðing ensku orðunum traffic jam) í Texas. Hann var sem sagt fastur í langri bílaröð, alveg pikkfastur á I-20 hraðbrautinni í Vestur-Texas og ákvað að taka nokkur æfingahögg, yfir gagnstæða akrein og inn í skóg. Þetta var tekið upp á myndband og má sjá afraksturinn með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 10:00

Tiger 5 ára í golfi – Myndskeið

Tiger kom fram í sjónvarpsþáttum vestur í Bandaríkjunum svo ungur sem 2 ára, þar sem undraverðum golfhæfileikum hans voru gerð skil.  Hér í þessu 4 mínútna myndskeiði er m.a. sýnt frá Tiger 5 ára þar sem hann kom fram í þættinum „That´s Incredible!“ Síðan eru sagnir föður hans um stjörnuna!  Hann segir m.a. að foreldrar eigi að styðja börn sín og hæfileika þeirra í því sem þau velja sér. Best er að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 09:30

Olazabal og Nadal með góðgerðar Pro-Am

Fyrrum Ryder-Cup fyrirliðinn Jose Maria Olazabal og tennisstjarnan Rafael Nadal voru með góðgerðar Pro-Am mót á Spáni í s.l. viku, sem fram fór á Malljorca. Þeir sem nutu góðs af mótinu voru Sport Mundi í eigu Olazabal og Rafael Nadal Foundation, sem dreifir fé stjörnunnar til ýmissa góðgerðarmála. „ Ég tek mér Tiger Woods til fyrirmyndar,“ sagði Rafa m.a. í viðtali sem tekið var við þá félaga fyrir góðgerðarmótið. „Frá upphafi og til loka mótsins, segi ég varla orð við keppinauta mína; og ég hrósa þeim sko alls ekki fyrir gott högg. Þeir kvarta, verða reiðir og blóta mér í sand og ösku fyrir dónaskap minn.“ „Sagt er að ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 22:00

Ko í 4. sæti Rolex-heimslistans

Hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi vann í gær the Swinging Skirts World Ladies Masters í Taíwan, en þetta var fimmti sigur hennar á einni af risamótaröðum kvennagolfsins og 1. sigur hennar sem atvinnumanns. Fyrir sigurinn hlaut Ko 150,000 (u.þ.b. 18 milljónir íslenkra króna). Fyrir mótið var Ko í 6. sæti Rolex-heimslistans yfir bestu kvenkylfinga heim en eftir sigurinn fer hún upp um 2 sæti og er nú kominn í 4. sæti Rolex-heimslistans. Ko er með 7.78 stig á Rolex-heimslistanum og er nokkuð á nr. 1 á, Inbee Park, sem er með 11.47 stig. Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, er í 2. sæti með 10.83 stig og hin bandaríska Stacy Lewis Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 21:45

Golfsvipmynd dagsins: Kylfukast Tiger

Tiger tapaði fyrir Zach Johnson í gær eins og allir kylfingar vita á lokaholunum á Northwestern Mutual World Challenge. Ljósmyndari nokkur náði þesari mynd af Tiger með aðdráttarlinsu og þar sést vel sársaukinn og vonbrigðin með misheppnað teighögg á lokahring mótsins. Reyndar kastaði Tiger kylfunni frá sér eftir teighöggið! Kylfukast er aldrei til fyrirmyndar né eftirbreytni. En þetta sýnir bara hversu pirrandi golfið getur stundum verið….. jafnvel hjá nr. 1 á heimslistanum!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak —— 9. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og því 10 ára stórafmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS og hefir spilað og staðið sig framúrskarandi vel á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar. Þannig var  Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og svo oft áður, verið að spila við sér miklu eldri stelpur.  Þar ber eflaust hæst að Kinga varð í 2. sæti á heimavelli sínum, Hólmsvelli í Leiru, á Íslandsmótinu í höggleik, í flokki stelpna 14 ára og yngri. Elsku Kinga, innilega til hamingju með daginn þinn!!! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Pauline «Polly» Whittier (fædd 9. desember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 20:00

Tiger hefur engan áhuga á að slá met Palmer

Tiger sagðist ekki hafa áhuga á að slá met  Arnold Palmer um að spila í 50 Masters risamótum í röð. Spurningu þess efnis var beint til Tiger, sem leikið hefir í 18 Masters mótum, eftir bráðabana hans við Zach Johnson á Northwestern Mutual World Challenge í gær. Þegar hann var spurður að því hversu lengi hann hyggðist leika á Masters á grundvelli lífstíðar undanþágu sinnar, sagði nr. 1 á heimslistanum:„Við skulum segja að ég ætli mér ekkert að slá við meti Arnold. Ég ætla ekki að spila svo lengi. Það er víst.“ Palmer vann mótið 4 sinnum á árunum 1955-2004. En hins vegar hefir Arnie ekki tekst að komast á efri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 12:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Patrik Sjöland (12/27)

Í dag verður byrjað  á því að kynna þá 5 stráka, sem urðu í 12.-16. sæti í Q-school Evrópumótarðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath. Byrjað verður á því að kynna þann sem varð í 16. sæti – Patrik Sjöland, sem var einn af 3 Svíum sem komust í gegnum Q-school að þessu sinni. Af þeim 27 „strákum“ sem komust í gegnum Q-school  var Patrik jafnframt elstur eða 42 ára,  en hann er fæddur í Borås í Svíþjóð, 13. maí 1971. Patrik hefir farið í Q-school Evrópumótaraðarinnar 10 sinnum Lesa meira