Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 20:00

Tiger hefur engan áhuga á að slá met Palmer

Tiger sagðist ekki hafa áhuga á að slá met  Arnold Palmer um að spila í 50 Masters risamótum í röð.

Spurningu þess efnis var beint til Tiger, sem leikið hefir í 18 Masters mótum, eftir bráðabana hans við Zach Johnson á Northwestern Mutual World Challenge í gær.

Þegar hann var spurður að því hversu lengi hann hyggðist leika á Masters á grundvelli lífstíðar undanþágu sinnar, sagði nr. 1 á heimslistanum:„Við skulum segja að ég ætli mér ekkert að slá við meti Arnold. Ég ætla ekki að spila svo lengi. Það er víst.“

Palmer vann mótið 4 sinnum á árunum 1955-2004. En hins vegar hefir Arnie ekki tekst að komast á efri helming skortöflunnar s.l. 20 skipti sem hann hefir keppt, en það var það sem Tiger átti við þ.e. að hann hefði ekki lengur áhuga á að spila þegar hann gæti ekki lengur keppt.“