Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 21:45

Golfsvipmynd dagsins: Kylfukast Tiger

Tiger tapaði fyrir Zach Johnson í gær eins og allir kylfingar vita á lokaholunum á Northwestern Mutual World Challenge.

Ljósmyndari nokkur náði þesari mynd af Tiger með aðdráttarlinsu og þar sést vel sársaukinn og vonbrigðin með misheppnað teighögg á lokahring mótsins.

Reyndar kastaði Tiger kylfunni frá sér eftir teighöggið!

Kylfukast er aldrei til fyrirmyndar né eftirbreytni.

En þetta sýnir bara hversu pirrandi golfið getur stundum verið….. jafnvel hjá nr. 1 á heimslistanum!!!