Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2013 | 22:00

Ko í 4. sæti Rolex-heimslistans

Hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi vann í gær the Swinging Skirts World Ladies Masters í Taíwan, en þetta var fimmti sigur hennar á einni af risamótaröðum kvennagolfsins og 1. sigur hennar sem atvinnumanns.

Fyrir sigurinn hlaut Ko 150,000 (u.þ.b. 18 milljónir íslenkra króna).

Fyrir mótið var Ko í 6. sæti Rolex-heimslistans yfir bestu kvenkylfinga heim en eftir sigurinn fer hún upp um 2 sæti og er nú kominn í 4. sæti Rolex-heimslistans.

Ko er með 7.78 stig á Rolex-heimslistanum og er nokkuð á nr. 1 á, Inbee Park, sem er með 11.47 stig.

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, er í 2. sæti með 10.83 stig og hin bandaríska Stacy Lewis er í 3. sæti með 9.61 stig.

 Næsta mót Ko er Bahamas Classic sem fram fer 23. janúar, en eftir það snýr hún aftur heim til Nýja-Sjálands, þar sem hún leikur á  NZ Women’s Open í Christchurch strax vikuna á eftir.

Það er forvitnilegt hvor Lydia Ko verður búin að ná 1. sæti Rolex-heimslistans 2014?