Rory: „Áhuginn á einkalífi mínu fór í taugarnar á mér“
Rory McIlroy sagði nú nýlega að þessi eilífi áhugi og naflaskoðun á einkalífi hans hafi farið í taugarnar á honum á árinu sem er að líða. Í október s.l. fóru af stað sögusagnir um að hann og kærasta hans, tennisstjarnan Caroline Wozniacki, væru skilin. Caroline var fljót að bera sögusagnirnar tilbaka, en Rory svaraði lengi engum spurningum um meintu sambandsslitin, þannig að margir héldu að hann væri að hugsa um að skilja eða sambandið væri búið frá hans hlið. Golfgoðsögnin Gary Player gaf sögusögnunum byr undir báða vængi þegar hann gagnrýndi samband Rory og Caroline og sagði að farsæld hans á golfvellinum væri að þakka góðri eiginkonu og því að Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýi Lunar Clayton golfskórinn
Í gær , 10. desember 2013, kynnti Nike Golf nýja Lunar Clayton golfskóinn. Honum er lýst svo af Ryan Bucci, sem er framkvæmdastjóri skófatnaðar hjá Nike Golf að hann sé handgerður úr fínasta ítölsku leðri, sem er fyrsta flokks í öllum skófatnaði. Hann bætti jafnframt við: „Við sáum að það var pláss á markaðnum fyrir hágæða, handgerða golfskó, sem við gætum blandað saman við nýjustu Nike tækni til þess að gera þá léttari og þægilegri, eitthvað sem gott væri að vera í.“ Í skóinn er m.a. notast við fyrri Nike Lunarlon tæknina auk þess sem skórinn er vatnsvarinn. „Hér áður fyrr þýddi það að vera í hágæða leðurskóm út á Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Brinson Paolini (13/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 5 stráka, sem deildu 12.-16. sæti í Q-school Evrópumótarðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath. Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé. Kynntur verður sá sem varð í 15. sæti – Brinson Paolini, en Paolini var einn af 4 Bandaríkjamönnum, sem komust í gegnum Q-school að þessu sinni, en aldrei áður hafa jafnmargir Bandaríkjamenn tekið þátt í Q-school og komist í gegn. Aðeins Englendingar (5) eru fjölmennari hópur og reyndar fjölmennasti hópurinn sem fór í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar nú í Lesa meira
GS: Friðjón Einarsson nýr formaður – hagnaður 2,1 milljón
Aðalfundur GS fór fram í kvöld, um 45 félagar mættu á fundinn. Fráfarandi formaður Sigurður Garðarsson flutti skýrslu stjórnar og Karitas Sigurvinsdóttir fór yfir reikninga félagsins. Golfklúbbur Suðurnesja skilaði um 2.1 miljón kr hagnaði starfsárið 2013. Nýr formaður var kosinn í stað Sigurðar Garðarssonar sem lét af störfum eftir 5 ára formanssetu. En það er Friðjón Einarsson sem er nýr formaður GS. Nýjir í stjórn voru kostnir Jóhann Páll Kristbjörnsson og Jón Ingi Ægisson. Stjórn GS árið 2014 skipa: Friðjón Einarsson formaður Þröstur Ástþórsson Karitas Sigurvinsdóttir Hafdís Ævarsdóttir Davíð Viðarsson Jón Ingi Ægisson Jóhann Páll Kristbjörnsson Varastjórn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Hilmar Björgvinsson Örn Ævar Hjartarsson Árgjöld GS 2014 Karlar og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lárus Garðar Long – 10. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Lárus Garðar Long, GV. Hann er fæddur 10. desember 1999 og er því 14 ára í dag. Hann vann m.a. flokk 14 ára og yngri stráka á Áskorendamótaröð Íslandsbanka í Setberginu 15. júní 2013. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Don Bies, f. 10. desember 1937 (76 ára) Sjá má afmælisgrein Golf 1 um Bies með því að SMELLA HÉR ….. og ….. Thelma Þorbergsdóttir 10. desember 1981 Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GK: Arnar B. Atlason var kjörinn nýr formaður GK – hagnaður 12,6 milljónir
83 félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum af röggsemi, helstu rekstrarniðurstöður voru: Félögum fækkaði á milli ára um 3. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 27.3 m.kr og hagnaður ársins nam 12.6 m.kr. Smellið hér til að sjá ársskýrslu og reikninga stjórnar fyrir árið 2013 Bergsteinn Hjörleifsson hætti sem formaður Keilis, Bergsteinn hefur skipað formannsembættið í alls 10 ár og einn dag. Einnig hættu í stjórn Guðmundur Haraldsson og Hálfdan Þór Karlsson. Guðmundur hefur setið í stjórn Keilis síðan 2000 og Hálfdan Þór Karlsson sem formaður í fjögur ár og stjórnarmaður síðan 2002. Bergsteini og Guðmundi voru veitt gullmerki Keilis Lesa meira
GK: Sigurlaug hlaut þrautseigjuverðlaun
Í gær fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði. Alls mættu 83 klúbbfélagar og kusu nýja stjórn sem gerð verður grein fyrir hér síðar. Einnig voru veitt ýmis verðlaun fyrir góða frammistöðu unglinga í GK. Sigurlaug Rún Jónsdóttir hlaut sérstök þrautseigjuverðlaun.
GK: Hekla Sóley hlaut framfarabikar stúlkna
Í gær, 9. desember 2013, fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði. Alls mættu 83 klúbbfélagar og kusu nýja stjórn sem gerð verður grein fyrir hér síðar. Einnig voru veitt ýmis verðlaun fyrir góða frammistöðu unglinga í GK. Hekla Sóley Arnarsdóttir hlaut framfarabikar stúlkna 2013.
GK: Benedikt bikarmeistari
Í gær fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði. Alls mættu 83 klúbbfélagar og kusu nýja stjórn sem gerð verður grein fyrir hér síðar. Einnig voru veitt ýmis verðlaun fyrir góða frammistöðu unglinga í GK. Benedikt Sveinsson hlaut viðurkenningu fyrir að vera bikarmeistari GK.
GK: Henning Darri bjartasta vonin!
Í gær fór fram aðalfundur Golfklúbbsins Keilis (GK) í Hafnarfirði. Alls mættu 83 klúbbfélagar og kusu nýja stjórn sem gerð verður grein fyrir hér síðar. Einnig voru veitt ýmis verðlaun fyrir góða frammistöðu unglinga í GK. Íslandsmeistarinn í höggleik í strákaflokki 2012, og í drengjaflokki 2013, Henning Darri Þórðarson, hlaut verðlaun fyrir að vera bjartasta von GK.










