Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2013 | 16:30

GK: Arnar B. Atlason var kjörinn nýr formaður GK – hagnaður 12,6 milljónir

83 félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum af röggsemi, helstu rekstrarniðurstöður voru:
Félögum fækkaði á milli ára um 3. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 27.3 m.kr og hagnaður ársins nam 12.6 m.kr.

Smellið hér til að sjá ársskýrslu og reikninga stjórnar fyrir árið 2013

Bergsteinn Hjörleifsson hætti sem formaður Keilis, Bergsteinn hefur skipað formannsembættið í alls 10 ár og einn dag. Einnig hættu í stjórn Guðmundur  Haraldsson og Hálfdan Þór Karlsson. Guðmundur hefur setið í stjórn Keilis síðan 2000 og Hálfdan Þór Karlsson sem formaður í fjögur ár og stjórnarmaður síðan 2002. Bergsteini og Guðmundi voru veitt gullmerki Keilis á fundinum.

Arnar B. Atlasson var kjörinn formaður Keilis.

Einnig voru kosin í stjórn:
Til tveggja ára í aðalstjórn, Ingveldur Ingvarsdóttir og Pálmi Hinriksson
Til eins árs í aðalstjórn, Sveinn Sigurbergsson og Davíð Arnar Þórsson
Til eins árs í varastjórn, Guðmundur Örn Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir