
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Brinson Paolini (13/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 5 stráka, sem deildu 12.-16. sæti í Q-school Evrópumótarðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.
Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath.
Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé.
Kynntur verður sá sem varð í 15. sæti – Brinson Paolini, en Paolini var einn af 4 Bandaríkjamönnum, sem komust í gegnum Q-school að þessu sinni, en aldrei áður hafa jafnmargir Bandaríkjamenn tekið þátt í Q-school og komist í gegn. Aðeins Englendingar (5) eru fjölmennari hópur og reyndar fjölmennasti hópurinn sem fór í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar nú í ár.
Paolini spilaði á (71 70 68 64 72 72).
Brinson fæddist í Boise, Idaho 8. janúar 1991 og ólst upp í Virginia Beach, Virginia. Hann er því 22 ára. Brinson sigraði Virginia Amateur 4 sinnum. Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með Duke University. Hann átti fínan háskólaferil í golfinu sigraði m.a. á 2013 ACC Championship og vann í kjölfarið Byron Nelson Award, og fetaði þar með í fótspor góðs vinar síns, Dylan Fritelli sem vann sama titil árinu áður.
Í Virginíu er hann í Princess Anne Country Club.
Brinson gerðist atvinnumaður í ár, 2013 og hóf ferilinn á the Challenge Tour. Það varð hann T-2 á fyrsta mótinu sem hann tók þátt í, the Swiss Challenge og sigraði í 3. mótinu sem hann tók þátt í Le Vaudreuil Golf Challenge.
Og nú náði hann sér í 15. kortið í Q-school og er kominn með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðina 2014! …. í fyrstu tilraun.
Loks mætti nefna að meðal áhugamála Brinson utan golfsins er að ferðast, vera á ströndinni og vera í ræktinni.
Sem stendur er Brinson Paolini nr. 371 á heimslistanum og í 63. sæti á Race to Dubai.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi