Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2013 | 08:00

GS: Friðjón Einarsson nýr formaður – hagnaður 2,1 milljón

Aðalfundur GS fór fram í kvöld, um 45 félagar mættu á fundinn. Fráfarandi formaður Sigurður Garðarsson flutti skýrslu stjórnar og Karitas Sigurvinsdóttir fór yfir reikninga félagsins. Golfklúbbur Suðurnesja skilaði um 2.1 miljón kr hagnaði starfsárið 2013.

Nýr formaður var kosinn í stað Sigurðar Garðarssonar sem lét af störfum eftir 5 ára formanssetu. En það er Friðjón Einarsson sem er nýr formaður GS. Nýjir í stjórn voru kostnir Jóhann Páll Kristbjörnsson og Jón Ingi Ægisson.

Stjórn GS árið 2014 skipa:

Friðjón Einarsson formaður

Þröstur Ástþórsson
Karitas Sigurvinsdóttir
Hafdís Ævarsdóttir
Davíð Viðarsson
Jón Ingi Ægisson
Jóhann Páll Kristbjörnsson

Varastjórn
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson
Hilmar Björgvinsson
Örn Ævar Hjartarsson

 

Árgjöld GS 2014

Karlar og Konur 20-66      70.000
Hjónagjald      120.000
67 ára og eldri      45.000
Nýliðagjald      56.000
Námsmannagjald 21-25 ára      43.000
Aðilar sem búa utan Suðurnesja      60.000
Hjónagjald fyrir aðila sem búa utan Suðurnesja      99.000
Unglingar 15-20 ára      36.000
Unglingar 14 ára og yngri      Frítt
Aukaaðild (aðilli í öðrum klúbb)      52.000