Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2013 | 10:30

Golfútbúnaður: Nýi Lunar Clayton golfskórinn

Í gær , 10. desember 2013, kynnti Nike Golf nýja Lunar Clayton golfskóinn.

Honum er lýst svo af Ryan Bucci, sem er framkvæmdastjóri skófatnaðar hjá Nike Golf að hann sé handgerður úr fínasta ítölsku leðri, sem er fyrsta flokks í öllum skófatnaði.

Hann bætti jafnframt við: „Við sáum að það var pláss á markaðnum fyrir hágæða, handgerða golfskó, sem við gætum blandað saman við nýjustu Nike tækni til þess að gera þá léttari og þægilegri, eitthvað sem gott væri að vera í.“

Í skóinn er m.a. notast við fyrri Nike Lunarlon tæknina auk þess sem skórinn er vatnsvarinn.

„Hér áður fyrr þýddi það að vera í hágæða leðurskóm út á golfvelli að það tók tíma að ganga þá til.  Þeir skór gátu verið stífir og óþægilegir,“ sagði Bucci. Nike Lunar Clayton skóinn er hægt að nota strax.  Við lögðum mikla vinnu í öll smáatriði á þessum gæðaskó allt frá leðrinu, að saumum þannig að hann væri stöðugur og aðlagaðist fætinum.“

Nýi golfskórinn er með Internal Dynamic Fit System til að tryggja stöðuleikann í miðfætinum. Hann er með ytri sóla úr gúmmí  – sem á ensku nefnist the Integrated Traction – sem gerir það að verkum að allt eins er hægt að Lunar Clayton skónum utan vallar.

• • •

Skórinn kemur í verslanir í Bandaríkjunum 1. janúar 2014.

Hægt verður að fá hann í eftirfarandi litum: Svörtum/svörtum; Hvítum/hvítum með grænu/gráu; Hvítum/hvítum og gulum.

Verð: $249 (u.þ.b. 30.000 íslenskar krónur).