Jordan Spieth
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2013 | 18:30

Spieth hlýtur lykla að Dallas

Nýllðinn Jordan Spieth, 20 ára, sem búinn er að eiga ótrúlegt ár á PGA mótaröðinni nú í ár hlaut nú nýverið séstakan heiður frá heimaríki sínu Texas.

Spieth sem m.a. var í Forsetabikarsliði Bandaríkjanna í ár, hlaut lykil að Dallasborg, en þetta er í fyrsta sinn sem lykillinn að Dallas er afhentur nokkrum.

„Ég er mjög stoltur, augljóslega, af því að vera frá Texas…. en það er enn sérstakara að vera fulltrúi Dallas,“ sagði Spieth á fundi borgarstjórnar Dallas.

„(Texas) er heimili mitt, það hefir alltaf verið það og mun ávallt vera það.“

Spieth sem í upphafi árs var með engan spilarétt á PGA Tour er búinn að gulltryggja sér kortið sitt á mótaröðinni eftir að hann sigraði á John Deere Classic mótinu 14. júlí á þessu ári.  Ekki nóg með það hann er nú í dag nr. 22 á heimslistanum, hlaut nýliðaverðlaun PGA Tour og er $ 4 milljónum (480 milljónum íslenskra króna) ríkari!!!