Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2013 | 21:00

Bátseigandinn Karrie Webb

Ástralska golfdrottningin Karrie Webb er e.t.v. einhver vanmetnasti  kylfingur samtímans. A.m.k. er sjaldnast fjallað um hana í golffjölmiðlum og afrek hennar metin svo sem skyldi. Karrie verður 39 ára eftir 9 daga en hún er enn að og enn að sigra mót, hvort heldur er á LPGA eða Evrópumótaröð kvenna.

Karrie hefir alls sigrað í 39 mótum á ferli sínum og situr í 7. sæti yfir þá kvenkylfinga sem unnið hafa flest risamót …. eða 7 talsins.  Og Karrie hefir unnið öll risamótin nema Evían risamótið, en spilað var í fyrsta sinn í Evían mótinu sem risamóti nú í sumar…. og þar varð Karrie T-15.

E.t.v. er lítil umfjöllun um Karrie í fjölmiðlum henni sjálfri að kenna en hún er feimin og vill halda einkalífi sínu fyrir sig.

Þessi drottning golfsins er frá litlum 9000 manna bæ í Ástralíu, Ayr og ólst upp við að dást að hvíta hákarlinum, Greg Norman.

Og líkt og Norman á Webb bát, Ayr Waves II sem hún verðlaunaði sig með þegar hún vann 7. risamótið.  Á honum siglir hún stranda á milli í Flórida og veiðir fisk.

Nokkuð sérstakt að Webb veiti innsýn í líf sitt en sjá má myndskeið um hana og Ayr Waves II með því að SMELLA HÉR: