Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2013 | 14:30

Golfþjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot… klst. áður en útnefna átti hann PGA þjálfara ársins!

Skv. grein í Daily Mail í morgun (sjá með því að SMELLA HÉR:) var topp-golfþjálfarinn Andrew Nesbit í San Francisco handtekinn á golfvellinum þar sem hann kenndi á og ákærður í 65 liðum fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur nemendum sínum. Brotin eiga að hafa átt sér stað yfir 3 ára tímabil og annað fórnarlamba Nesbit á að hafa verið svo ungur sem 12 ára þegar fyrsta brot átti sér stað.

Andrew Nisbet er 31, kvæntur og hefir þjálfað golfnemendur í  Las Positas golfklúbbnum í Livermore hjá San Francisco. Hann var handtekinn s.l. laugardag aðeins klukkustundum áður en veita átti honum PGA verðlaun fyrir að vera þjálfari ársins.

Nesbit hafði verið kvæntur konu sinni Kimberley í 2 ár

Nesbit hefir verið kvæntur konu sinni Kimberley í 2 ár

Ákæran gegn Nisbet, sem einnig rekur  GRIP Junior Golf Academy, sem er með  175 nemendur, er 49 síðna, sett fram af saksóknara Alameda County District Attorney’s Office og þar segir að Nisbet eigi m.a. að hafa átt munnmök við umrædda nemendur sína í bifreið sinni á bílastæði golfklúbbsins í nánar tilgreindum tilvikum frá desember 2009 til mars 2012 og sýnt þeim klámmyndir í síma sínum.

Einnig er ákært fyrir 6 önnur kynferðisbrot Nisbet, sem einnig áttu sér stað á bílastæði golfklúbbsins, þegar um keppnisferðir úr bænum var að ræða.

Keppnisferðir úr bænum með TEAM GRIP

Keppnisferðir úr bænum með TEAM GRIP

Lögreglustjóri Livermore, Steve Goard sagði að yfirvöldum hafi verið gert viðvart af einum af nemendum Nisbet, sem sagði að hann hefði orðið fyrir kynferðislegu áreiti í nóvember s.l.

Nisbet vingaðist við fórnarlömb sín sem svalur þjálfari, veitti þeim far á æfingar og keypti gjafir handa þeim m.a. topp golfútbúnað. Hann reyndi þannig að koma upp þjálfara-nemenda sambandi meðan hann var allan tímann að reyna að komast að hvað hann kæmist upp með gagnvart nemendum sínum.“

Brot gegn börnum þar sem umsjáraðili s.s. kennari t.a.m. golfkennari misnotar aðstöðu sína með þessum hætti eru litin mjög alvarlegum augum, en því miður þora ungmennin, sem brotið er gegn, oft ekki að koma fram og benda á brotmenn, sökum skammar eða hótanna brotamanna um að þeim eða skyldmennum verði unnið mein, eða annars tangarhalds sem brotamaður hefir á þeim.  Þessi brot eru alvarleg vegna þess að verið er að leggja líf brotaþola í rúst og tekur það þá oft mörg ár að vinna úr því sem gert er á þeirra hlut …. oft alla ævi.

Eitt er alveg víst að sá eini sem er skammarlegur og fyrirlitlegur er brotamaður.