Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2013 | 20:30

Ko gerir IMG að umboðsskrifstofu sinni

Unga 16 ára nýsjálenska táningsundrið í golfi, Lydia Ko sem sigrað hefir í 4 atvinnumannamótum á stuttum ferli sínum (2 sinnum á Canadian Open , árið 2012 á Women’s New South Wales Open og 2013 á ISPA Handa Women’s New Zealand Open) er gengin til liðs við IMG umboðsskrifstofuna.

Margir af fremstu kylfingum heims nota IMG sem umboðsaðila sína, kylfingar á borð við  Jason Dufner, Ernie Els, fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng, Paula Creamer og  Michelle Wie.

Jafnvel Tiger var hjá IMG áður leiðir hans og Mark Steinberg annars vegar og skrifstofunnar hins vegar skyldu.

„IMG var augljós kostur til þess að vera umboðsaðili minn,“ sagði Ko sem ólst upp í Suður-Kóreu en ólst upp í Nýja-Sjálandi. „Að stórum hluta vegna þess hversu alþjóðleg skrifstofan er,“ bætti Ko við.

IMG upplýsti ekkert um nánari skilmála þeirra við hina 16 ára Lydiu Ko.