Ekki öll nótt úti enn hjá Valdísi!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lék 2. hring á lokaúrtökumóti LET – Lalla Aicha Tour School Final Qualifying – langt frá sínu besta í dag á 82 höggum og er í 88. sæti sem stendur. ÞAÐ Á ENN EFTIR AÐ SPILA 2 HRINGI – það skyldu þeir hafa hugfast sem fljótir eru að afskrifa Valdísi Þóru. Hlutirnir eru afar fljótir að breytast í golfi og með einum hring getur staðan breyst, það þekkja allir kylfingar!!! Eins og staðan er nú þarf að vera á samtals 4 yfir pari samtals til þess að komast í lokahringinn. Valdís er 8 höggum frá því takmarki. Það verður erfitt fyrir hana að vinna það upp Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 64 ára í dag. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. desember 1971 (42 ára); Jane Park, 15. desember 1986 (27 ára); Nontaya Srisawang, frá Thaílandi 15. Lesa meira
Moe Norman – Kylfingurinn sem vann 55 mót á ferli sínum (3/8)
Kanadíski kylfingurinn Murray Irwin Norman alltaf kallaður Moe var e.t.v. einn besti kylfingur heims á sínum tíma, í að slá bein högg. Hann sló svo beint og svo stöðugt beint, að hann var uppnefndur „Pipeline Moe.” Hann á 3 hringi upp á 59 högg og sigraði 55 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en Moe gerðist atvinnumaður í golfi 1957. Hann var í einu orði sagt Frábær! Þegar Moe var 5 ára lenti hann í bílslysi og var talið að hann hefði orðið fyrir heilaskaða og varð hann aldrei samur eftir. Hann var a.m.k. ekki eins og fólk er flest; var einfari, sérvitur og átti oft erfitt um ævina. En kylfingur var Lesa meira
Garcia sigraði í Thaílandi!
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia lék lokahringinn á Thaíland Golf Championship á 4 undir pari, 68 höggum og krækti sér þar með í fyrsta sigur sinn á árinu. Á lokahringnum fékk Garcia 6 fugla og 2 skolla og var samtals á 22 undir pari, 266 höggum. Nr. 1 í Evrópu Henrik Stenson var líka á 68 með 5 fuglum og 1 skolla í Amata Spring Country Club, en tókst aldrei að setja Garcia undir neina alvarlega pressu. Hann varð í 2. sæti 4 höggum á eftir Garcia á samtals 18 undir pari, 270 höggum. Í 3. sæti varð síðan Frakkinn Alexander Levy enn 4 höggum á eftir Stenson þ.e. á 14 Lesa meira
Valdís Þóra á 5 yfir pari eftir fyrri 9 á 2. degi í Marokkó
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er nú búin að spila fyrri 9 á lokaúrtökumóti LET; Lalla Aicha Tour School Final Qualifying í Marokkó. Í dag er leikinn golfvöllur Samanah golfklúbbsins en í gær var Al Maaden völlurinn spilaður. Öfugt við í gær byrjaði Valdís Þóra vel, var á pari fyrstu 2 holurnar og náði síðan fugli á 3. holu sinni (12. holu Samanah vallarins). Síðan seig á ógæfuhliðina. Á 14. og 15. holum fékk hún skolla og síðan þrefaldan skolla á par-3 17. holunni og lauk síðan fyrri 9 (þ.e. 18. holu) með skolla. Staðreyndin 5 yfir pari eftir fyrri 9. Það er vonandi að Valdís Þóra endurtaki leikinn frá því Lesa meira
Hörður Þorsteinsson: „Hvernig fjölgum við kylfingum í klúbbum?“ (3/3)
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ hélt frábæran fyrirlestur á málþingi sem GSÍ stóð fyrir föstudaginn 22. nóvember 2013. Hann bar yfirskriftina: „Golfvellir í hvert sveitarfélag.“ Hér fer 3. hluti og niðurlag þess fyrirlestrar Harðar: Hörður setti á nýja glæru: Hvernig fjölgum við kylfingum í klúbbum? Í viðhorfskönnun kemur þetta fram: * Dýrt í golf – Þetta á klárlega ekki við á Íslandi og allra síst á þetta við á landsbyggðinni, þar sem árgjald er stundum einungis á við hálft árgjald á höfuðborgarsvæðinu – Hugsanlega annað viðmið um verðlagningu á afþreyingu á landsbyggðinni – EN MIKILVÆGT AÐ LEIÐRÉTTA ÞENNAN MISSKILNING En þá ætla ég að koma að hlutunum með aðeins öðruvísi hætti. Lesa meira
Greg Norman telur að hann gæti hafa sigrað Tiger
Greg Norman telur að ef hann og Tiger gætu hafa keppt jafngamlir þá myndi hann hafa unnið. Í löngu viðtali á Golf.com, segir Norman að bestu kylfingar allra tíma í golfinu (ens. all time greats) myndu hafa átt í erfiðleikum með hann, þ.á.m. Tiger Woods. Grípum niður í viðtalið: Mikið af fólki spyr hvernig ég myndi hafa staðið mig gegn bestu kylfingum dagsins í dag, ef ég hefði haft sama nútíma golfútbúnað og þeir nota. Hlustið nú á, þetta snýst ekki um útbúnaðinn. Sigur snýst um það sem ykkur býr í hjarta og líka það sem er í hausnum á ykkur. Útbúnaðurinn segir til um hvernig þið spilið á hverjum Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Simon Wakefield (15/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 5 stráka, sem deildu 12.-16. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir Patrik Sjöland, Brinson Paolini, Jens Dantrop, Simon Wakefield og James Heath. Allir léku þeir á samtals 11 undir pari, 417 höggum og hlutu € 3.170 í verðlaunafé. Nú þegar hafa Sjöland, Paolini og Dantorp verið kynntir en sá sem kynntur verður í dag varð í 13. sæti – Simon Wakefield. Wakefield var einn af 5 enskum kylfingum, fjölmennasta hópnum sem komust á Evróputúrinn að þessu sinni í gegnum Q-school en hinir voru Adam Gee, Daniel Brooks, James Heath og James Morrisson. Wakefield spilaði á (69 68 Lesa meira
Íslensku PGA golfkennararnir luku leik í 22. sæti í Portúgal
Íslenskir PGA golfkennarar tóku þátt í golfmóti PGA golfkennara (International Teams Championship) sem fram fór á Onyria Palmares Alvor golfvellinum, í Algarve, Portúgal, 10.-13. desember 2013 og lauk þ.a.l. í fyrradag. Íslensku sveitina skipuðu þeir: Hlynur Geir Hjartarson, Ingi Rúnar Gíslason og Sigurpáll Geir Sveinsson. Sveit íslenskra PGA golfkennara varð í 22. sæti af 26 liðum sem þátt tóku. Á besta skorinu af Íslendingunum var Hlynur Geir á samtals 28 yfir pari, 316 höggum (82 81 74 79); næstur var Ingi Rúnar á 29 yfir pari, 317 högg (82 79 73 83) og Sigurpáll Geir rak lestina á samtals 54 yfir pari, 342 höggum (90 87 85 80). Samtals lék íslenska sveitin á 54 yfir Lesa meira
PGA: Kuchar og English efstir í Flórída eftir 2. dag
Þessa daganna 9.-15. desember 2013 fer fram Franklin Templeton Shootout í Ritz-Carlton golfstaðnum í Naples, Flórída. Gestgjafi mótsins er hvíti hákarlinn, Greg Norman. Tveggja manna lið 24 nokkurra bestu kylfinga (þ.e. 12 lið) á PGA Tour keppa um $ 3,1 milljón í móti þar sem m.a. er spilaður besti bolti, betri bolti og scramble. Lið Harris English og Matt Kuchar eru efst á samtals 20 undir pari eftir 2. dag og í 2. sæti er lið Freddie Jacobson og Retief Goosen á samtals 16 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. keppnisdag á Franklin Templeton Shootout SMELLIÐ HÉR:










