Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2013 | 09:00

Ko með styrktarsamning við ANZ – Myndskeið

Nú eftir að Lydia Ko hefir gerst atvinnumaður tekur við mikið umstang samninga þ.e. við styrktaraðila og við fyrirtæki sem Ko ætlar að auglýsa fyrir.

Einn af þeim bakhjörlum sem nýlega bættust við hjá Ko er ástralski bankinn the Australia and New Zealand Banking Group Limited, skammst. ANZ.

Styrktarsamningur ANZ við Ko er til 3 ára.

Vegna samningsgerðarinnar sagði Ko m.a.: „Það er frábært að hafa stuðning ANZ á þessum mikilvæga punkti á ferlinum þegar ég er að fara að spila alþjóðlega meðal atvinnumanna og við bestu kvenkylfinga heims.“ sagði Ko í fréttatilkynningu. „ANZ skilur að til þess að skila framúrskarandi árangri þarf ég sterkt lið að baki mér.“

„Lydia Ko er einn af bestu og efnilegustu íþróttamönnum Nýja-Sjálands og við erum algerlega heilluð af því að styrkja hana þegar hún tekst á við (kylfinga) úr öllum heimshornum,“ sagði aðalframkvæmdastjóri ANZ, David Hisco, m.a.

Gert var myndskeið í tilefni af nýja styrktarsamningi ANZ við Ko sem sjá má með því að SMELLA HÉR: