Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2013 | 15:00

Sterkir þáttakendur í Volvo China Open

The Volvo China Open fer fram 24.-27. apríl 2014  í Genzon Golf Club, Shenzhen, í Suður-Kína.

Nokkrir af sterkustu kylfingum heims hafa boðað þátttöku sína þar og nægir þar að nefna: Henrik Stenson, Jason Dufner og Ian Poulter.

Þetta er í 82. Volvo mótið á Evrópumótaröðinni.  Sigurlaunin eru ekki af verri endanum eða $ 3.3. milljónir.

Volvo sér um skipulagningu mótsins ásamt kínverska golfsambandinu og Evrópumótaröðinni og OneAsia mótaröðinni.