Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2014 | 10:00

Nýir SNAG leiðbeinendur útskrifast

Þann 17. janúar s.l. bættist öflugur hópur við sístækkandi hóp SNAG golf leiðbeinenda og voru margir hinna nýju leiðbeinenda langt að komnir.

Þannig mættu t.a.m. Arnar Freyr Þrastarson frá Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS) og Sigbjörn Þorgeirsson frá Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ), sem og Hugrún Elísdóttir frá Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði (GVG). Í Grundarfirði verður boðið upp á SNAG kennslu í grunnskólanum og er verkefnið myndarlega styrkt á Grundarfirði.

Leiðbeinendanámskeiðið var haldið í Hraunkoti, Hafnarfirði og hafa nú alls 40 SNAG leiðbeinendur útskrifast hér á landi.

Golf 1 óskar nýju leiðbeinendunum góðs gengis við að útbreiða golfið á Íslandi!

Á meðfylgjandi hópmynd vantar Björgvin Sigurbergsson og Torfa Magnússon.