Sergio Garcia
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2014 | 18:45

Evróputúrinn: Sergio Garcia sigraði á Qatar Masters

Það var spænski kylfingurinn Sergio Garcia, sem stóð uppi sem sigurvegari á Commercial Bank Qatar Masters.

Hann lék á samtals 16 undir pari líkt og Finninn Mikko Ilonen og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, sem Garcia sigraði í, á 3. holu bráðabanans.

Ilonen varð því að láta sér lynda 2. sætið, líkt og Garcia fyrir ári síðan þegar Chris Wood fékk örn á lokaholuna og stal sigrinum frá Garcia og George Coetzee.

Sigurinn var Garcia því einstaklega sætur. Samtals lék hann sem segir á 16 undir pari, 272 höggum (71 67 69 65) og hlaut í verðlaun € 305,232.

Sjá má lokastöðuna á Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: