Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2014 | 22:15

Evróputúrinn: Steven Webster og Rafa Cabrera-Bello leiða eftir 3. dag í Qatar

Það eru Englendingurinn Steven Webster og Kanarí-eyingurinn Rafa Cabrera-Bello, sem leiða fyrir lokahringinn í Doha golfklúbbnum á Commercial Bank Qatar Masters.

Báðir eru þeir Webster og Cabrera-Bello búnir að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum; Webster (65 69 70) og Cabrera-Bello (66 65 73).

Þriðja sætinu deildu þeir Adrien Saddier, Thorbjörn Olesen og Thomas Aiken, aðeins 1 höggi á eftir hver á samtals 11 undir pari, hver.

John Daly átti því miður slakan 3. hring upp á 77 högg, en hann deilir 44. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum, þ.á.m. nr. 1 í Evrópu Henrik Stenson og fyrrverandi nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer.

Sjá má stöðuna eftir 3. dag Commercial Bank Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Commercial Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR: