Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 25. 2014 | 11:00

LPGA: Korda leiðir e. 2. dag á Bahamas

Það er bandaríski kylfingurinn Jessica Korda sem tekið hefir forystu á 2. degi Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu.

Jessie er búin að spila á samtals 11 undir pari, 135 höggum (69 66).

Í 2. sæti er hinn nýtrúlofaði bleiki pardus, Paula Creamer, sem er aðeins 1 höggi á eftir Korda.

Um hringinn sinn fína sagði Korda m.a.: „Það hvessti um leið og við vorum búnar að tía upp. Þetta fór úr fallegu, sólríku veðri, með smá vindi og skýjum í hvirfilbyl. Það var erfitt þarna úti. Ég á við þetta var svolítið andlega lýjandi vegna þess að maður varð að gefa allt í hvert högg. Paula (Creamer) hélt mér við efnið því hún hélt áfram að setja niður fugla, þannig að mér fannst sem ég þyrfti að gera það líka.“

Þriðja sætinu deila þær Jenny Suh og Michelle Wie á 9 undir pari og í fimmta sæti eru 4 kylfingar þ.á.m. forystukona 1. dags, hin 16 ára Lydia Ko.

Til þess að sjá stöðuna á Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: