Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 07:30

„Villtu kort“ Jiménez

Fyrirliði Evrópu í Evr-Asíu bikarnum, sem fram fer í Malasíu í næsta mánuði,  Miguel Angel Jiménez,  tilkynnti um „villtu kort“ sín (bein þýðing úr „wild cards“ á ensku) þ.e. um þá tvo leikmenn, sem hann má sem fyrirliði velja í liðið.

Þeir leikmenn, sem urðu fyrir valinu hjá Jiménez eru Daninn Thorbjørn Olesen og landi Jiménez Pablo Larrazabal.

Evr-Asíu bikarinn er mót með sama sniði og Ryder bikarinn þ.e. holukeppnismót milli heimsálfa þ.e. Evrópu og Asíu.

Þeir Larrazabal og Olesen bætast við þá 8 kylfinga í liði Evrópu, sem komust sjálfkrafa í liðið, þ.e. þá: Thomas Björn, Jamie Donaldson, Victor Dubuisson, Gonzalo Fernandez-Castaño, Stephen Gallacher, Joost Luiten , Graeme McDowell og Jiménez sjálfum.

Evr-Asíu bikarinn, sem hefst 27. mars n.k.  er þriggja daga keppni og fer fram í Glenmarie Country Club í Kuala Lumpur.

Larrazabal sagði m.a. í fréttatilkynningu „Ég náði frábærri byrjun á keppnistímabilinu með sigri í Abu Dhabi og vona að ég geti staðið undir trú Miguel á mér.“

Olesen bætti við: „Að hafa verið hluti af sigurliði Seve Trophy hjálpaði mér örugglega.“

Um val sitt á villtu kortunum sagði Jiménez:  „Stákarnir byrjuðu báðir keppnistímabilið 2014 vel!“

„Sigur Pablo var stórkostlegur. Að vera með 67 á lokahringnum og standast áhlaup frá leikmönnum á borð við  McIlroy og Mickelson var frábært afrek meðan að  Thorbjørn hefir verið að koma sér í form að undanförnu.“

„Ég er með sterkean hóp af leikmönnum og góða blöndu af ungum og reynslumeiri.“

„Það verður mjög erfitt að fara til Malasíu og sigra vegna þess að lið Asíu er líka sterkt en ég trúi því að ef leikmennirnir mínir spili eins og þeir hafa hæfileika til þá geti Evrópu haft sigur.“

Styrktaraðili mótsins er malasíska fyrirtækið DRB-HICOM og fyrirliði liðs Asíu er Thaílendingurinn Thongchai Jaidee.