Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 09:15

Heimslistinn: Jason Day í 4. sæti!

Með sigri sínum á heimsmótinu í holukeppni skaust Jason Day upp í 4. sætið á heimslistanum, en það er það hæsta sem hann hefir komist.  Þetta þýðir að allir sem voru fyrir ofan Day færast niður um eitt sæti þ.á.m. er fyrrum nr. 1  á heimslistanum, Rory McIlroy, dottinn úr 7. niður í 8. sætið og færist alltaf neðar og neðar.

Rickie Fowler sem varð í 3. sæti á heimsmótinu í holukeppni eftir að hafa sigrað Ernie Els í leik um 3. sætið er kominn á topp-50 aftur, þ.e. kominn í 38. sætið úr 56. sætinu.

Efstu 10 á heimslistanum eru eftirfarandi:

1 Tiger Woods 10,27 stig

2 Adam Scott 8.79 stig

3 Henrik Stenson 8,47 stig

4 Jason Day 6,94 stig

5 Phill Mickelson 6,76 stig

6 Justin Rose 6,34 stig

7 Zach Johnson 6,03 stig

8 Rory McIlroy 6,00 stig

9 Sergio Garcia 5,92 stig

10 Dustin Johnson 5,78 stig