Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 6. sæti í S-Karólínu eftir fyrri dag

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens, taka þátt í Converse College Spring Invite, en mótið fer fram í Spartanburg, Suður-Karólínu og stendur 24.-25. febrúar.

Lokahringurinn verður því spilaður í kvöld. Þetta er fyrsta mót „The Royals“ á vorönn.

Í mótinu eru 35 þátttakendur frá 7 háskólum.

Íris Katla er í 6. sæti eftir fyrri daginn, sem hún deilir með 2 öðrum. Íris Katla lék á 10 yfir pari, 82 höggum.

Golflið Írisar Kötlu, The Royals, þ.e.  Queens háskóli er í 3. sætinu í liðakeppninni og Íris Katla á næstbesta skorinu og telur það því í árangri liðsins!

Fylgjast má með Írisi Kötlu og „The Royals“ með því að SMELLA HÉR: