Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2014 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst bætti sig um 1 högg á 2. hring í Puerto Rico

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU tekur þátt í Puerto Rico Classic mótinu, sem fram fer á River golfvelli Rio Mar Country Club, í Puerto Rico.

Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Mótið stendur 23.-25. febrúar 2014 og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld.

Guðmundur Ágúst  er samtals búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og er sem stendur í 41. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum. Hann bætti sig því um 1 högg, annan daginn og fór upp um eitt sæti í einstaklingskeppninni.

Á 2. hring fékk Guðmundur Ágúst 2 fugla, skolla og slæman skramba á langri par-4 9. holu River golfvallarins.

Guðmundur Ágúst er á 3. besta skorinu í golfliði ETSU, sem er komið í 10. sæti í liðakeppninni, sem það deilir með karlaliði UNCG, sem er háskóli Berglindar Björnsdóttur, klúbbmeistara kvenna í GR 2013.  Skor Guðmundar Ágústs taldi því í að golflið ETSU fór úr neðsta sætinu í 10. sætið fyrir lokahringinn, sem eins og segir fer fram í kvöld.

Til þess að sjá stöðuna á Puerto Rico Classic eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: