Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn hefur leik í Suður-Karólínu í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest hefja leik á Darius Rucker háskólamótinu í dag.

Mótið stendur dagana 7.-9. mars 2014 og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Leikið er á golfvelli Long Cove golfklúbbsins á Hilton Head Island í Suður-Karólínu.

Ólafía Þórunn á rástíma kl. 8:09 að staðartíma (kl. 13:09  að okkar tíma hér heima á Íslandi) og fer hún út af 10. teig.

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar með því að SMELLA HÉR: