Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2014 | 11:30

LET: Pettersen leiðir í hálfleik í Kína

Suzann Pettersen er efst eftir 2. dag World Ladies Championship sem hófust í gær á Mission Hills golfvellinum í Haikou, Kína.

Suzann er búin að leika á samtals 11 undir pari, 135 höggum (67 68).

Fimm kylfingar deila 2. sætinu, en allar eru þær búnar að leika á samtals 9 undir pari hver, þ.e. eru 2 höggum á eftir Suzann.

Þetta er þær: Valentine Derrey frá Frakklandi, Ye Na Chung og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, Trish Johnson frá Englandi og hin ástralska Nikki Campbell.

Til þess að sjá stöðuna eftir  2. dag World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: