Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2014 | 07:00

WGC Cadillac: Reed, Kuchar, Mahan og DJ leiða e. 2. dag

Það eru þeir Patrick Reed, Matt Kuchar, Hunter Mahan og Dustin Johnson, sem deila 1. sætinu á Cadillac heimsmótinu í Doral, Miami þegar mótið er hálfnað.

Allir hafa þeir leikið á samtals 1 undir pari, 143 höggum; Reed (68 75) og hinir allir á (69 74).

Allt Bandaríkjamenn í 4 efstu sætunum; 5. sætinu deila hins vegar 4 Evrópubúar: Graeme McDowell og Rory McIlory frá N-Írlandi, Ítalinn Francesco Molinari og Wales-verjinn Jamie Donaldson.

Bubba Watson og Zach Johnson eru síðan í 9. sæti á 1 yfir pari. Í raun aðeins 2 högg sem  skilur að efstu menn og allt opið og spennandi golfhelgi framundan!

Tiger lék aðeins betur en fyrri daginn er á 5 yfir pari, 149 höggum (76 73) og fór upp um heil 28 sæti í 25. sæti. Það sama er að segja um nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott sem kominn er í 21. sæti eftir hring upp á 73 eins og Tiger og er því samtals búinn að spila á 4 undir pari, 148 höggum (75 73).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. sag WGC Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: