Hverju klæðast Rory og Caroline í brúðkaupi sínu? Myndasería
Golf 1 var með frétt þess efnis að nr. 7 á heimslistanum (Rory McIlroy) muni kvænast sinni heittelskuðu, Caroline Wozniacki í nóvember n.k. Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Menn eru þegar farnir að velta fyrir sér hverju þau skötuhjú muni klæðast á deginum stóra. Í eftirfarandi myndaseríu eru nokkrar tilgátur: SMELLIÐ HÉR:
Playboy-módel í skaðabótamál – Myndskeið
Playboy módelið Elizabeth Dickson , 28 ára, krefst 300.000 punda (þ.e.a.s. um 56 milljónir íslenskra króna) skaðabóta auk miska vegna þess að útvarpsmaðurinn Kevin Kline sló í afturenda hennar, en þar hafði verið komið fyrir tíi og átti Kline að slá boltann af tíinu. Ekki vildi betur til en að Kline tók fulla baksveiflu og dúndraði í afturenda Dickson, sem marðist illilega (sjá má mynd af marinu hér að neðan). Atvikið átti sér stað í atburði (golfmóti áhugamanna í Kaliforníu, Playboy Golf Finals) sem Playboy Enterprises stóð fyrir 30. mars 2012, en Elizabeth hefir höfðað mál bæði gegn Playboy og Kline. Lesa má stefnu lögmanns Elizabeth með því að SMELLA HÉR: Sjá Lesa meira
Tiger ekki með í Bay Hill – óvíst með Masters
Tiger Woods hefir séð sig knúinn til þess að draga sig úr móti vikunnar á PGA Tour, sem hann var skráður í, þ.e. Arnold Palmer Invitational á Bay Hill í Orlando, Flórída. Nr. 1 á heimslistanum, Tiger, sem á titil að verja þjáist enn af bakmeiðslum og vonar nú að hann geti náð sér nógu góðum til þess að geta tekið þátt í Masters risamótinu. Í yfirlýsingu á vefsíðu sinni sagði Tiger:„Ég hringdi í Arnold (Palmer) og sagði honum persónulega að því miður gæti ég ekki tekið þátt í móti hans í ár.“ „Ég vil lýsa yfir hversu leitt mér þykir þetta við aðdáendur í Orlando, sjálfboðaliða, starfsmenn mótsins og styrktaraðila Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Julia Davidsson (23/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Espejo, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Hólm ———— 18. mars 2014
Það er Helgi Hólm, sem er afmæliskylfingur dagsins. Helgi er fæddur 18. mars 1941 og á því 73 ára afmæli í dag!!! Helgi er í Golfklúbbi Sandgerðis, en með tilstuðlan Helga komst karlasveit GSG upp í 1. deild eftir sigur í sveitakeppni GSÍ 2012 og hélt sér þar 2013. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Helgi Hólm F. 18. mars 1941 (73 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Adele Bannermann (áströlsk), 18. mars 1976 (38 ára); Bri Vega, 18. mars 1982 (32 ára); Marousa Lesa meira
Golfútbúnaður: Golfboltaauglýsing frá Nike í sögulegum anda – Myndskeið
Hér má sjá myndskeið með nýjustu auglýsingunni frá Nike en þar er verið að auglýsa nýja RZN golfboltann. Myndskeiðið er sögulegt að því leyti að sett er á svið atriði úr sögu golfsins, en í gegnum tíðina hafa kylfingar deilt um hver sé besti golfboltinn. Var það á sínum tíma „The Ferthery“ (ísl: fjaðurboltinn – þ.e. golfbolti fylltur með hænsna eða gæsafjöðrum) eða Gutta Percha boltinn „The Gutty“, sem líkist meir nútíma boltum, þó enn sé langt í land, sem var bestur? Til að sjá nýju Nike auglýsinguna þar sem RZN golfbolti Nike er auglýstur SMELLIÐ HÉR:
Daly og nýi tíminn í golfinu
Nú nýlega náði John Daly nýjum lágpunkti í mjög svo mislitum ferli sínum á golfvellinum. Hann var á 90 höggum í PGA Tour móti, sem er skor sem meðalskussinn ætti að ná á góðum degi! Daly er þó vorkunn þar sem hann er kominn með yips s.s. Golf 1 greindi frá SMELLA HÉR: En það er ýmislegt annað sem upp úr stendur eftir þetta slæma skor Daly. Það eru einfaldleg aðrir tímar núna heldur en þegar Daly var upp á sitt besta í kringum 1990 og að byrja sem atvinnumaður. Í dag leggja hvortheldur eru atvinnukylfingar sem og hinn metnaðargjarni áhugamaður miklu meiri áherslu á líkamsrækt og mataræði samhliða golfæfingum. Lesa meira
Jim Furyk: „Við McGinley erum vinir þrátt fyrir Ryder Cup 2002″
Hér er smá þraut fyrir ykkur kylfinga: Hver var andstæðingur Paul McGinley, þegar hann setti niður sigurpúttið fyrir Evrópu í Ryder Cup 2002? Rétt svar: Jim Furyk. Næstum eftir 12 ár, þar sem Furyk var skammaður fyrir að vera sá kylfingur sem tapaði Ryder bikars titilinum þegar hann tapaði á móti McGinley í tvímenningunum á sunnudeginum, þá talar Furyk en um McGinley sem vin sinn. Meðan McGinley var að spila í sínu fyrsta Ryder Cup móti á Belfry þá hafði Furyk verið með þegar Bandaríkin töpuðu í keppninni 1997, en var einnig með í sigurliði Bandaríkjanna 1999 og svo var hann með 2002. „Ég þekki Paul McGinley ansi vel og Lesa meira
Natalie Gulbis æfir af krafti
Í gær, 17. mars var dagur heilagur Patreks, sem haldinn er hátíðlegur, einkum á Írlandi og í Bandaríkjunum meðal írskra innflytjenda. Á degi heilags Patreks er haldið upp á heilagan Patrek sem er verndardýrlingur Írlands; var uppi 385–461 og vann m.a. að því að innleiða kristni á Írlandi. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Írlands. Í tilefni af degi heilags Patreks bera menn 4 laufa smára eða klæðast grænum lit til að minnast heilags Patreks en grænn var litur hans og er m.a. í fána Írlands. Í raun ættu menn að bera 3 laufa smára en hann er heilagur Patrekur sagður hafa notað þegar hann kenndi heiðingjunum kenninguna um heilaga þrenningu (lat.: trinitas) sem Lesa meira
Myndskeið af sigurvegurum helgarinnar
Hér að neðan er tengill inn á vídeóver Sky Sports en þar má sjá á einu bretti myndskeið af sigurvegurum helgarinnar á helstu mótaröðum heims þ.e. John Senden, sem sigraði á Valspar mótinu á PGA Tour; viðtal við sigurvegara Lalla Meryem mótsins á LET, Charley Hull og sigurvegara Trophée Hassan II mótsins, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum, Alejandro Cañizares. Sjá myndskeiðin með því að SMELLA HÉR:










