Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull ——— 20. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 18 ára í dag. Charley er einn efnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst fyrst í fréttirnar fyrir u.þ.b. 2 árum, þar sem hún fékk ekki að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og komst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar nýlega frétt Golf 1 þar um, smellið HÉR: Charley var yngst í sigurliði Solheim Cup 2013 og lagði þar sitt lóð á vogarskálarnar. Hún var líka í fréttum nú fyrir nokkrum dögum þegar hún sigraði í fyrsta móti sínu á Lesa meira
Happy Gilmore tölvuleikur – Myndskeið
Happy Gilmore er meðal vinsælustu golfkvikmynda. Nú hefir verið búinn til tölvuleikur, sem sagður er byggður að nokkru á kvikmyndinni. Sjá má myndskeið um tölvuleikinn byggðan á Happy Gilmore með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og félagar í 1. sæti í SCAD Atlanta Inv.
Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK tóku þátt í Savanna College of Art and Design (stytt í SCAD) mótinu, sem fram fór Atlanta, Georgia, 16. mars s.l. Þátttakendur voru lið frá 9 háskólum. „The Eagles“, golflið Faulkner háskóla, lið Hrafns og Sigurðar Gunnars sigraði í mótinu. Hrafn var á 3. besta skori liðsins (70 71) og taldi skor hans, en skor Sigurðar Gunnar taldi ekki vegna erfiðs upphafshringjar upp á 78 högg. Sigurður náði sér þó vel á strik og lék seinni hringinn á 1 undir pari, 70 höggum. Faulkner spilar næst í Martin Methodist mótinu, en það mun fara fram í Canebrake golfklúbbnum í Athens, Alabama., 7. Lesa meira
Christina Kim snýr aftur til keppni: „Er loksins verkjalaus“
Christina Kim er óþreyjufull að hafja keppni aftur, en hún hefir verið frá keppnisgolfi í meira en 4 mánuði. Kim hefir ekki spilað í móti frá því í Mizuno Classic s.l. nóvember, en hún hefir verið að ná sér eftir að sin slitnaði í hægri olnboga hennar og forhandegg. Kim tíar upp í JTBC Founders Cup, sem er mót vikunnar á LPGA. „Ég man ekki eftir að hafa vilja spila svona mikið,“ sagði Kim. „Ég er ákveðin að spila óhrædd.“ Kim er spennt yfir hvernig nýtt form hennar muni reynast henni. „Ég er loksins verkjalaus,“ sagði Kim, sem átti 30 ára stórafmæli fyrir 5 dögum, þ.e. 15. mars. „Ég er virkilega ánægð Lesa meira
Tiger ekki gott vitni
Lögmaður Gotta Have it Golf, fyrirtækisins, sem vann mál sitt gegn fyrirtæki Tiger Woods, ETW Corporation, var ekkert að detta af stólnum af hrifningu yfir Tiger sem vitni fyrir rétti. „Hann er svolítið útsmoginn, og hreint út sagt var frammistaða hans flöt,“ sagði lögmaðurinn Eric Isicoff í viðtali við John Pacenti hjá South Florida’s Daily Business Review. Tier bar vitni lengur en í 45 mínútur í síðustu viku og allt kom fyrir ekki. Kviðdómur þar sem einungis voru í kvenmenn dæmdu ETW Corp til þess að greið Gotta Have it Golf $668,000 í skaðabætur, en þessi fjárhæð gæti hækkað upp í $1.3 million að viðbættum vöxtum. „Eina ástæðan fyrir því að hann Lesa meira
Mickelson með í Valero Texas Open
Valero Texas Open er mót næstu viku á PGA Tour. Þar mun ein helsta golfstjarna túrsins, Phil Mickelson spila, en hann hefir sem kunnugt er gefið út að hann ætli að minnka við sig keppnisþátttöku. Það verður þvi gaman að fylgjast aftur með Phil! Mickelson hefir sigrað í 42 PGA mótum og er nr. 5 sem stendur á heimslistanum. Valero Texas Open fer fram 27.-31. mars á Oaks golvelli TPC San Antonio. „Phil færir mótinu allt annað stig spennu þegar hann tekur þátt og við erum mjög þakklát að hann hafi ákveðið að vera með í næstu viku,“ sagði framkvæmdastjóri Valero Texas Open, Larson Segerdahl.
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachmann, GR. Guðrún Kristín er fædd 19. mars 1953 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Guðrún Kristín hefir tekið þátt í opnum golfmótum með góðum árangri. Þannig var Guðrún Kristín m.a. í 3. sæti í Vetrarmóti GS 13. nóvember 2011 með 40 glæsipunkta í móti þar sem þátt tóku um 100 manns, en þar af voru kvenþátttakendur 5. Eins hefir hún staðið sig vel í púttmótaröð GR-kvenna nú í vetur. Guðrún Kristín er gift Pétri Georg Guðmundssyni. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Guðrún Kristín Bachmann (61 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Lesa meira
Stenson vonast til að bæta sig
Henrik Stenson hefir ekkert alltof miklar áhyggjur af því þó árið byrji heldur dauflega hjá honum eftir flugeldasýningar síðasta árs. Nr. 3 á heimslistanum (Stenson) lauk árinu 2013 með stæl í Dubai og átti þar að auki 2. sætis árangur á Opna breska risamótinu eftir að hafa sigrað á FedEx Cup, um haustið. Og ef það væri ekki alveg nóg. Nei, Stenson var tvívegis meðal efstu 5, þ.e. á Nedbank Challenge í Suður-Afríku og á Thailand Golf Championship. Og svo spilaði hann í órúlegum fjölda móta á síðasta ári 31….. og kannski ekkert nema von að hann sé þreyttur núna. Því það sem af er árinu 2014 hefir ekki gengið vel hjá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar sigruðu í Fresno State Lexus Classic
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State luku í gær keppni á Fresno State Lexus Classic mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar!!! Mótið fór fram í Copper River Country Club í Fresno, Kaliforníu dagana 17.-18. mars. Þátttakendur í mótinu voru 44 frá 7 háskólum. Guðrún lék samtals á 17 yfir pari, 233 höggum (79 75 79) og lauk keppni í 20. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var jafnframt á 4. besta skori Fresno og taldi skor Guðrúnar Brár því í sigri liðsins. Næsta mót „The Bulldogs“, golfliðs Fresno State, er Avenue Spring Break Classic, sem fram fer á Kapalua, Maui, á Hawaii 24.-26. mars n.k. Til þess að sjá úrslitin Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU höfnuðu í 2. sæti á Seahawk mótinu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Seahawk Intercollegiate golfmótinu, sem fram fór í Wilmington, Norður-Karólínu, 16.-17. mars. Mótið var 36 holu mót en ekki hefðbundið 54 holu þar sem 36 holur eru spilaðar fyrri daginn. Golf 1 er því þegar búið að birta úrslit mótsins, þó staðið hafi verið í þeirri trú að einn óspilaður hringur væri eftir. Er beðist velvirðingar á því. Úrslitin hafa í raun þegar birtst…. en svona til upprifjunar…. Þátttakendur voru 78 frá 13 háskólum. Guðmundur Ágúst lék á samtals 2 undir pari átti glæsihring upp á 67 og síðan annan mun lakari á 75. Hann varð í 6. sæti í einstaklingskeppninni. Lesa meira










