Nýju stúlkurnar á LET 2014: Julia Davidsson (23/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).
Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.
Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Espejo, en þær léku allar á 3 undir pari, 257 höggum.
Sú sem verður kynnt í kvöld er sænski kylfingurinn Juliu Davidsson, en hún varð í 9 .sætinu á eins og segir 357 höggum (72 73 70 70 72) og er sú fyrsta sem kynnt verður af þeim sum urðu jafnar í 7.-9. sæti.
Julia Davidsson fæddist 23. september 1990 í Jönköping, Svíþjóð og er því 23 ára. Julía er fremur lágvaxin 1,60 á hæð með brúnt hár og blá augu. Besti árangur á áhugamannaferli Juliu er að verða í 7. sæti á World Championship háskóla 2012, í Liberec. Júlía gerðist atvinnumaður í golfi 25. mars 2010 og á síðan þá í beltinu tvo sigra á Nordea Tour, frá árinu 2011.
Nýliðaár Julíu var 2013, en þá tók hún þátt í 10 mótum vann sér inn € 3,805.42 og varð nr. 147 á peningalistanum. Hún varð því aftur að fara í Q-school, með þessum líka góða árangri að hún varð í 7.-9. sæti.
Júlía var í University Scandinavian School of Golf í Halmstad, Svíþjóð.
Meðal áhugamála Júlíu eru bakstur, að vera með vinum sínum eða fara á skíði.
Hér má sjá 18 spurningar sem fréttamaður LET lagði fyrir og Julia veitti svör við á nýliðaári sínu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024