Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Julia Davidsson (23/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Espejo, en þær léku allar á 3 undir pari, 257 höggum.

Sú sem verður kynnt í kvöld er sænski kylfingurinn Juliu Davidsson, en hún varð í 9 .sætinu á eins og segir 357 höggum (72 73 70 70 72) og er sú fyrsta sem kynnt verður af þeim sum urðu jafnar í 7.-9. sæti.

Julia Davidsson fæddist 23. september 1990 í Jönköping, Svíþjóð og er því 23 ára.  Julía er fremur lágvaxin 1,60 á hæð með brúnt hár og blá augu. Besti árangur á áhugamannaferli Juliu er að verða í 7. sæti á  World Championship háskóla  2012, í Liberec.   Júlía gerðist atvinnumaður í golfi 25. mars 2010 og á síðan þá í beltinu tvo sigra á Nordea Tour, frá árinu 2011.

Nýliðaár Julíu var 2013, en þá tók hún þátt í 10 mótum vann sér inn € 3,805.42 og varð nr.  147 á peningalistanum. Hún varð því aftur að fara í Q-school, með þessum líka góða árangri að hún varð í 7.-9. sæti.

Júlía var í University Scandinavian School of Golf í Halmstad, Svíþjóð.

Meðal áhugamála Júlíu eru bakstur, að vera með vinum sínum eða fara á skíði.

Hér má sjá 18 spurningar sem fréttamaður LET lagði fyrir og Julia veitti svör við á nýliðaári sínu SMELLIÐ HÉR: