Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2014 | 12:00

Jim Furyk: „Við McGinley erum vinir þrátt fyrir Ryder Cup 2002″

Hér er smá þraut fyrir ykkur kylfinga: Hver var andstæðingur Paul McGinley, þegar hann setti niður sigurpúttið fyrir Evrópu í Ryder Cup 2002?

Rétt svar: Jim Furyk.

Næstum eftir 12 ár, þar sem Furyk var skammaður fyrir að vera sá kylfingur sem tapaði Ryder bikars titilinum þegar hann tapaði á móti McGinley í tvímenningunum á sunnudeginum, þá talar Furyk en um McGinley sem vin sinn.

Meðan McGinley var að spila í sínu fyrsta Ryder Cup móti á Belfry þá hafði Furyk verið með þegar Bandaríkin töpuðu í keppninni 1997, en var einnig með í sigurliði Bandaríkjanna 1999 og svo var hann með 2002.

„Ég þekki Paul McGinley ansi vel og álít hann vin minn,” sagði Furyk.

„Það kom mér ekki á óvart á síðasta ári þegar hann var útnefndur Ryder Cup fyrirliði Evrópu og þó ég veiti því enga athygli hver sé næstur í röðinni að verða fyrirliði í Evrópu, þá var val hans mér ekkert sjokk.“

„Auðvitað spiluðum Paul og ég á móti hvorum öðrum í tvímenningsleik sunnudagsins á Belfry 2002.

„Hann setti niður 4 metra parpútt á 18. og holan féll á jöfnu og það var þetta hálfa stig sem kom Evrópu í 14 stig og þá sprakk allt út í fögnuðu meðal áhorfenda þegar við stóðum þarna á flöt.“

“Paul er sannur herramaður og ég hef hitt Paul oft og kynnst honum betur.“

„Ég veit að lið hans verður í frábæru formi í september og að það verður næs ef ég kæmist í bandaríska liðið og ferðaðist til Gleneagles.”

Aðspurður um hvað hann vissi um Gleneagles svaraði Furyk: „Allt sem ég veit er að það eru 2 vellir þarna.“

„Ég veit að þarna eru Kings og Queens vellirnir og við spilum á nýrri vellinum og allir evrópsku kylfingarnir sem ég tala við segja að þeim líki nýrri völlurinn.“

Staðreyndin er hins vegar sú að það eru 3 vellir á Gleneagles og það verður „nýrri“ völlurinn (í raun nýjasti völlurinn)  PGA Centenary völlurinn, sem jafnframt er fyrsti völlurinn sem Jack Nicklaus hannaði í Skotlandi, sem verður leikinn, en sá völlur olli m.a. þó nokkru fjaðrafoki í Skotlandi þegar hann opnaði fyrst vegna þess að þar voru lagðar golfbílabrautir meðfram honum öllum.