Ryo Ishikawa
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 07:00

Bakmeiðsli hrjáðu Ishikawa

Eitt af undrabörnunum í golfinu er aðeins 22 ára.

Ryo Ishikawa minnti okkur á að hann er svo sannarlega eitt af undrabörnum golfsins þegar hann var á 7 undir pari, 65 höggum og er aðeins 3 höggum á eftir forystumanninum, Adam Scott,  á  Arnold Palmer Invitational.

Ishikawa hefir sigrað 10 sinnum á japanska PGA, en hefir ekkert gengið eins vel á PGA Tour í Bandaríkjunum.

Arnold Palmer Invitational er eiginlega spilað á „heimavelli“ Ishikawa en hann býr aðeins í 5 mínútna akstur frá Bay Hill og æfir oft þar.  Ishikawa er líka með „heimili að heiman“ í Las Vegas þar sem hann býr þegar hann spilar á Vesturströnd Bandaríkjanna.

Fyrir 1 og 1/2 ári þjáðist þessi ungi kylfingur (Ishikawa) af bakverkjum, en hann sagði að það stafaði af of miklum æfingum og því að hann hefði jafnhliða tekið þátt í öðrum íþróttum (knattspyrnu, tennis og hlaupi). Meðan Ishikawa var með bakverki gat hann aðeins æft pútt og chipp í 5-10 mínútur á degi og hann telur að það hafi haldið honum frá því að keppa til úrslita.

„Eftir að hafa verið meiddur,“ sagði Ishikawa, „skil ég betur hversu mikilvægur líkaminn er. Nú er allt í lagi með mig líkamlega.“