
OGA: Ólafur Björn sigraði á Ridgewood Lakes mótinu – með 11 einpútt
Atvinnumaðurinn Ólafur Björn Loftsson, sigraði í 1 hrings móti sem fram fór á Ridgewood Lakes, í Orlando, Flórída, í gær 20. mars 2014, þar sem keppendur voru 10.
Ólafur Björn lék á 5 undir pari, 67 höggum.
Á facebook síðu sinni ritaði Ólafur Björn:
„Fyrsti sigurinn á þessu ári kominn í hús. Lék á 67 (-5) höggum í móti á OGA mótaröðinni á Ridgewood Lakes í Orlando og vann með 5 högga mun. Ég datt í gírinn um miðbik hringsins og fékk 6 fugla á 8 holum. Það vantaði svolítið upp á sveifluna í gær en stutta spilið var alveg magnað. Ég náði að vippa og einpútta í öllum mínum 7 tilraunum og bætti væntanlega persónulegt met þegar ég einpúttaði 11 sinnum í röð á hringnum.
Ég held á fullu áfram að stilla strengina í sveiflunni. Ég vil fá að sjá betri frammistöðu úti á vellinum.“
Sjá má úrslitin í Ridgewood Lakes mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024