Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2014 | 21:30

Adam Scott heppinn – Myndskeið af 12 metra arnarpúttinu á Bay Hill

Að vori 2001 gekk hinn 20 ára ástralski Adam Scott af 1. teig Bay Hill Club and Logde og rakst á eigandann, sem sat í golfbíl þar rétt hjá og fylgdist með honum.

„Adam, það er frábært að hafa þig hér,“ brosti geislandi golfgoðsögnin, Arnold Palmer, en Adam segist hafa brugðið  að Arnie skyldi þekkja hann með nafni og þeir tókust í hendur.

Nú 13 árum síðar,  orðinn „aðeins“ frægari, var Adam á 10 undir pari, 62 glæsihöggum á 1. mótsdegi Arnold Palmer Invitational, á golfsstað Arnie og jafnaði þar með lægsta skor sitt og lægsta skorið sem nokkru sinni hefir náðst á Bay Hill!

„Ég get ekki kvartað, verð ég að segja,“ sagði Scott á kvikmyndaleikara ástralsk skotnu enskunni sinni. „Ég hef framfæri mitt af golfi Það er góð byrjun er það ekki?“

En svo er líka um byrjun hans á Bay Hill, þar sem hann var með hring þar sem hann fékk 2 erni, 7 fugla og setti niður næstum 70 metra af púttum. Hér má sjá 12 metra arnarpútt Scott fyrir öðrum arna hans SMELLIÐ HÉR: 

Já, Adam Scott er svo sannarlega heppinn!!!

Ef hægt væri , eins og i kvikmyndum,  að skipta um hlutverk í lífinu þá væri margt verra en að fá að vera Adam Scott í einn dag (A.m.k. fyrir karlmenn).

Hann er ungur, lítur vel út, er með eina fallegust golfsveiflu heims og er með græna jakkann hangandi í fataskápnum.

Hann getur enn verið meðal almennings (í Bandaríkjunum) án þess að þekkjast (ólíkt t.a.m. Tiger Woods).

Eigi Scott aðra svona 3 daga á Bay Hill eins og í dag,  þá gæti hann náð 1. sætinu af hinum bakþjáða Tiger.

„Ég vil það sama og hann“ sagði spilafélagi hans Justin Rose í sínum besta “When Harry Met Sally” stælingar tón.

Scott hefir oft látið golf líta út fyrir að vera auðvelt, en í dag lét hann jafnvel það að láta golf líta út fyrir að vera auðvelt verða auðvelt.

 Hann chippaði beint í holu einu sinni. Hann var með 4 pútt af 7 metra færi sem hann setti í.  Hann spilaði fjórar par-5 ur á samtals 6 undir pari. Á degi þar sem margir kylfingar voru á lágu skori var hann á lægra skori en nokkur þeirra.

„Ég er virkilega ánægður með byrjunina í dag,“ sagði Scott. „Hún kemur e.t.v. svolítið á óvart. Ég veit hvaðan það kom en pútterinn var svo sannarlega heitur í dag.“

Frammistaða hans var slík að nú þykir Scott líklegri til að verja tiitl sinn á Masters risamótinu og hún var slík að hún vakti athygli golfgoðsagnar Bay Hill, Arnie.

Þannig sagði Arnie: „Hann hefir verið að spila vel frá því að hann sigraði á Masters á síðasta ári. Þetta sýnir svo sannarlega hvurslags gæðagolfari hann er. Bay Hill er líkt og August í apríl. „

Nokkrum mínútum eftir að Scott lauk við hring sinn upp á 62 högg hafði hann enn ekki séð til Arnie. „Vonandi rekst ég á hann, það væri indælt.“

„Það er alltaf gaman að vera með honum, sérstaklega á golfvellinum. Að sjá ástríðuna sem hann hefir fyrir golfleiknum er góð áminning fyrir okkur öll og vonandi fæ ég að sjá hann þessa vikuna.“

Dagurinn í dag var sýnir enn og aftur hversu heppinn Scott er; en hann hefir líka unnið hörðum höndum að heppni sinni… og er vel að árangrinum kominn!

Vonandi að hann verði að spila jafnvel næstu 3 daga á Bay Hill…