Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2014 | 07:45

Æfið fleyghöggin með húllahopp hringjum

Það er alltaf gott og það verður stöðugt að vinna í stutta spilinu. Ein af bestu æfingunum þegar æfa á fleyghögg hvort heldur er innanhúss eða utan er með notkun húllahopp hringja.

Húllahopp hringir eru góðir til að æfa fleyghögg

Húllahopp hringir eru góðir til að æfa fleyghögg

Hljómar vel ekki satt? Notkun hringjanna gefur virkilega góða tilfinningu fyrir lengdarstjórnun og árangurinn skilar sér áþreifanlega næsta vor/sumar þegar þið spilið úti á golfvelli og náið fleiri fuglum og bjargið fleiri pörum.

Þetta er ansi auðvelt – setjið 3-4 húllahopp hringi á æfingasvæðið ykkar í 10, 20 og 30 (og 40) metra frá ykkur.  Reynið að hitta 10 bolta í hvern hring (það eina sem þarf er að hafa nóg af æfingaboltum).

Þið munið fljótt sjá hvaða breytingar þið þurfið að gera á krafti ykkar þegar þið sláið í boltann til þess að fá hann í hvern hring um sig. Aðeins eftir nokkrar æfingar munið þið sjá mun!

Þegar þið eruð í móti eða bara að spila út á velli og eigið t.a.m. eftir 30 metra fleyhögg að holu þá getið þið séð húllahopp hringina fyrir ykkur og reynt að muna hvernig tilfinningin var þegar þið hittuð í hringina á æfingasvæðinu!

Síðan er hefðbundið húllahopp líka ágæt líkamsræktaræfing fyrir m.a. mjaðmir … en kylfingar ættu að stunda einhvers konar form líkamsræktar samhliða hefðbundnum golfæfingum.