Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már átti erfiða byrjun á UALR First Tee Classic mótinu

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese  hófu í gær keppni í 21. móti UALR First Tee Classic, í Arkansas.

Mótið er tveggja daga þ.e. stendur dagana 24.-25. mars 2014 og lýkur því í kvöld.  Þátttakendur eru lið 14 háskóla, en auk McNeese taka þátt:  Southland foes Abilene Christian, Oral Roberts, Sam Houston State and Stephen F. Austin, UALR. Jafnframt taka þátt Arkansas State, Lipscomb, Louisiana-Monroe, Missouri State, Nebraska-Omaha, Northern Iowa, Southern Illinois og UT Martin.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum.

Í liði McNeese eru eftirfarandi keppendur: Hampus Bergman, Martin Eriksson, Geoff Fry, Shane Fontenot og Ragnar Garðarsson.

Ragnar Már átti ekkert sérstakan 1. dag lék á samtals 157 höggum (79 78) og var á 5. og lakasta skori McNeese og telur það því ekki í 2. sætis árangri liðsins.  Hann er í 60. sæti í einstaklingskeppninni.

Sjá má stöðuna í UALR First Tee Classic mótinu eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: