Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2014 | 19:30

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Isabell Gabsa (24/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Nú er aðeins eftir að kynna þær stúlkur sem urðu í 9 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær 3, sem deildu 7. sætinu þ.a. þær Juliu Davidsson, Isabell Gabsa og Virigina Espejo, en þær léku allar á 3 undir pari, 257 höggum.

Sú sem verður kynnt í kvöld er  þýski kylfingurinn Isabell Gabsa, alltaf kölluð Isi, en hún varð í 8 .sætinu á eins og segir 357 höggum (74 68 71 74 70).

Isi er fædd 7. júní 1995 í München, Þýskalandi og því 18 ára.  Foreldrar Isi heita Günther og Sabine og hún á tvö systkini: Pascal og Elia. Isi byrjaði 4 ára að spila golf en golfvöllur var í 5 mínútna fjarlægð frá heimili hennar.

Isi hefir verið í þýska golflandsliðinu frá árinu 2010 og á LET frá árinu 2012. Isi gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2013.

Uppáhaldsgolfvöllur Isi er TPC Sawgrass Stadion Course.  Í pokanum hennar eru: Ping Dræver: Answer; Ping tré: i20; járn: S56; Pútter: Redwood. Isi segist vera betri í langa spilinu en því stutta og meðalhögglengd hennar af teig eru 220 metrar. Lægsti hringur hennar á ferlinum er upp á 67 högg.

Helsta áhugamál Isi utan golfsins er að elda mat og hún segist vera sérfræðingur í að búa til pönnukökur með jarðaberjum. Helsta markmið hennar í lífinu er að verða hamingjusöm.

Sjá má ársgamalt viðtal við Isi, sem golffréttamaður LETAS átti við hana með þvi að SMELLA HÉR: