Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2014 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már náði sér aldrei á strik

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku í gær keppni á 21. móti UALR First Tee Classic, í Arkansas.

Mótið var tveggja daga þ.e. stóð dagana 24.-25. mars 2014.  Þátttakendur voru  75 keppendur frá 14 háskólum, en auk McNeese tóku þátt:  Southland foes Abilene Christian, Oral Roberts, Sam Houston State og Stephen F. Austin, UALR. Jafnframt tóku þátt Arkansas State, Lipscomb, Louisiana-Monroe, Missouri State, Nebraska-Omaha, Northern Iowa, Southern Illinois og UT Martin.

Í liði McNeese voru eftirfarandi keppendur: Hampus Bergman, Martin ErikssonGeoff Fry, Shane Fontenot og Ragnar Már.

Ragnar Már átti ekkert sérstakan 2. dag fremur en fyrstu tvo hringi fyrsta dags. Hann lék á óvenju háu skori miðað við hvernig við þekkum hann þ.e. samtals 238 höggum (79 78 81) og varð í 59. sæti í einstaklingskeppninni, en sætinu deildi hann með Mitch Ryan frá Nebraska háskólanum.

Ragnar Már var líkt og fyrri daginn  á 5. og lakasta skori McNeese og telur það því ekki í 3. sætis árangri liðsins.   Austin Burk þjálfari McNeese sagði að pinnastaðsetningar hefðu verið erfiðar – hann hefði aldrei séð völlinn svona erfitt upp settan og eins hefði sterkur norðanvindur á vellinum sett strik í reikninginn og því skor verið fremur há.

Næsta mót Ragnars Más og McNeese er Jim West Intercollegiate í Texas, 7. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á UALR First Tee Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: